Þá var komið að því að setja stélið á módelið. Mig langaði engan veginn að hafa fast stél sem maður myndi reka í og brjóta í hvert sinn sem maður hreyfir módelið, svo ég ákvað að koma því þannig fyrir að hægt væri að skrúfa það af. Tvær stífur undir því hjálpa til, en ég set þær seinna.
Það fyrsta sem ég gerði var að loka afturendanum að neðan með krossviðarplötu. Þarna kemur stéldragið á, svo það er eins gott að þetta sé sterkt.
Festipunktar (úr 10mm krossviði) fyrir stélið eru settir innan í afturendann. Balsaslistarnir sem þarna sjást eru til að halda þessum krossviðarplötum á réttum stað á meðan epoxýlímið harðnar.
Nú þarf að setja stélið á og mæla að það sé á réttum stað. Það er gert með nælonsnúru. Límband á snúrunni er notað til að sjá hvort bæði aftari hornin á stélfletinum séu jafn langt frá pinnanum í skrokknum.
Réttskeið sem situr á skrokknum sýnir hvort stélflöturinn sé láréttur eða ekki. Þessi virðist vera góður.
Nú er hægt að saga skrokkveggina sem eru fyrir ofan stélflötinn af. Ég límdi balsabúta á milli þeirra til að þeir færu nákvæmlega á sama stað seinna
Gaddarær eru settar undir festiplöturnar. Þær taka M4 bolta sem halda stélfletinum niðri.
Hér er búið að bolta stélflötinn á. Stórar brettaskífur eru undir boltahausunum og þær eru límdar á stélflötinn. Álrör eru svo sett yfir boltahausana og límd föst með smá balsakubbi.
Þá er hægt að líma skrokkveggina aftur niður, en bara á stélfötinn, ekki á skrokkinn. Svo er lok límt ofaná með álrörin uppúr. Það er krossviður aftal á listunum á skrokknum og framan á þessu loki til að samsetninngin verði góð.
Þegar búið er að pússa allt eins og þarf og saga álrörin niður, þá lítur þetta svona út.

Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði