Síða 21 af 37

Re: Ziroli P-47 Thunderbolt

Póstað: 12. Nóv. 2008 10:08:59
eftir Sverrir
Byrjaði að klæða vængendana, ákvað að prófa örlítið af gráa litarefninu sem ég á.
Mynd

Re: Ziroli P-47 Thunderbolt

Póstað: 12. Nóv. 2008 10:14:24
eftir Gaui
Hvaða litarefni er þetta og af hverju er það svona ójafnt?

Re: Ziroli P-47 Thunderbolt

Póstað: 12. Nóv. 2008 11:02:57
eftir Sverrir
Litarefnið er frá Fibretech, ég notaði ekki fullan styrk og spartlið er hvítara en viðurinn í kring svo það skín í gegn þar sem það eru einhverjar leyfar af því. Svo ýkir lýsingin og myndvinnslan þetta örlítið.

Re: Ziroli P-47 Thunderbolt

Póstað: 12. Nóv. 2008 13:32:14
eftir Gaui
er betra að hafa litarefni -- hverjir eru kostirnir?

Re: Ziroli P-47 Thunderbolt

Póstað: 12. Nóv. 2008 13:45:18
eftir Sverrir
Tja... það er auðveldara að sjá hvaða svæði maður er búinn fara yfir(og pússa grunn af seinna) og hvar pollar hafa myndast. Eftir að hafa prófað þetta þá finnst mér þetta aðallega vera þægindi, vinnuferlarnir eru eins.

Re: Ziroli P-47 Thunderbolt

Póstað: 12. Nóv. 2008 15:31:45
eftir Björn G Leifsson
Er ekki bara hægt að setja nokkra dropa af alkóhól þynntu bleki í epoxíið,,, rétt til að fá litablæ á það. Þetta fæst í listmálunarverslunum. Ég á td Airbrush blek sem mundi duga í svona. Það er líka hægt að fá litarefni á duft-formi í svona búðum sem maður gæti skvett á hnífsoddi í epoxíblönduna.

Re: Ziroli P-47 Thunderbolt

Póstað: 12. Nóv. 2008 15:52:10
eftir Sverrir
Það má sjálfsagt nota ýmsar leiðir til að lita epoxyið, þessi litaefni eru úr sömu vörulínu og epoxy-ið þannig að ég læt það duga í bili.

Kannski spurning um að fara í tilraunir ef mig langar í bláa eða græna epoxy húð ;)

Re: Ziroli P-47 Thunderbolt

Póstað: 12. Nóv. 2008 20:48:25
eftir einarak
er þessi rosalega fíni trefjadúkur fáanlegur á landinu?

Re: Ziroli P-47 Thunderbolt

Póstað: 12. Nóv. 2008 20:53:30
eftir Sverrir
Ef þú rekst á hann þá læturðu mig alla veganna vita :)

Ég veit ekki um neinn söluaðila hér á þessum dúkum.

Re: Ziroli P-47 Thunderbolt

Póstað: 12. Nóv. 2008 22:57:33
eftir Björn G Leifsson
[quote=Sverrir]Það má sjálfsagt nota ýmsar leiðir til að lita epoxyið, þessi litaefni eru úr sömu vörulínu og epoxy-ið þannig að ég læt það duga í bili.

Kannski spurning um að fara í tilraunir ef mig langar í bláa eða græna epoxy húð ;)[/quote]
...ég var nú bara að hugsa um þá sem kannski eiga ekki svona flott efni :D