D.B. Sport & Scale S.E. 5a

Sýnið hvað þið eruð að smíða eða setja saman
Svara
Passamynd
Gaui
Póstar: 3822
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: D.B. Sport & Scale S.E. 5a

Póstur eftir Gaui »

Dagur 31

Þá er komið að hjólastellinu. Vírunum fyrir stellið er komið fyrir undir vængmiðjunni og síðan vafið með vírnum sem fylgir. Hjólafestingin er vafin inn með vírunum.
20230512_095344.jpg
20230512_095344.jpg (117.24 KiB) Skoðað 899 sinnum
Og svo lóðað með blússlampanum. Ég þurfti svo að taka stellið af til að lóða síðustu bindingana, því annars hefði skrokkurinn brunnið.
20230512_095849.jpg
20230512_095849.jpg (125.72 KiB) Skoðað 899 sinnum
Og hér stendur S.E. 5a í fæturna í fyrsta sinn.
20230512_113117.jpg
20230512_113117.jpg (130.71 KiB) Skoðað 899 sinnum
8-)
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11648
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: D.B. Sport & Scale S.E. 5a

Póstur eftir Sverrir »

Til hamingju með áfangann!
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Gaui
Póstar: 3822
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: D.B. Sport & Scale S.E. 5a

Póstur eftir Gaui »

Dagur 32

Ég fann ekki snitttappasettið mitt, svo ég fór og keypti nýjan M4 snitttappa og snittaði út gaddaróna sem gerði ekki það sem til var ætlast. Nú fer boltinn í eins og hann á að gera og ég get fest neðri vænginn á skrokkinn.
20230516_094700.jpg
20230516_094700.jpg (140.42 KiB) Skoðað 866 sinnum
Þess má geta að ég fann snitttappana mína um leið og ég losaði þennan nýja úr umbúðunum !!??!!

Smá dúllerí við hallastýrin. Ég átti eftir að líma hornin í og pússa síðustu umferð, svo ég ákvað að gera það núna. Hornin eru úr glæru akríl plasti og framleiðandinn segir þau virka ágætlega. Mér fannst samt að það væri ekki hægt að hafa stýrishorn úr plasti, svo ég skar til smá búta úr afgöngum af 0.4mm krossviði og límdi á plastið. Þetta lítur betur út. Nú eru hallastýrin tilbúin fyrir dúkinn.
20230516_112512.jpg
20230516_112512.jpg (116.83 KiB) Skoðað 866 sinnum
8-)
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Gaui
Póstar: 3822
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: D.B. Sport & Scale S.E. 5a

Póstur eftir Gaui »

Dagur 33

Festingar fyrir vængstoðir og flugvíra eru búnar til úr splittpinnum, sem eru límdir í vængbitana.
20230517_110658.jpg
20230517_110658.jpg (143.66 KiB) Skoðað 851 sinni
Ég er búinn að setja rör í bensíntankinn og hann getur farið á sinn stað. Ég þurfti að gera nýtt gat á eldvegginn til að fá slöngurnar í gegn á réttum stað. Nú þarf ég bara að staðsetja servóin fyrir inngjöf og innsog.
20230517_115510.jpg
20230517_115510.jpg (133.75 KiB) Skoðað 851 sinni
8-)
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Gaui
Póstar: 3822
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: D.B. Sport & Scale S.E. 5a

Póstur eftir Gaui »

Dagur 34

Strekkjararnir fyrir flugvírana eru nokkuð sem ég hef aldrei séð fyrr. Þeir eru settir í og festir með dragböndum. Í þeim er sérstakur vír sem passar vel í strekkjarana og verður síðan festur við sjálfa flugvírana. Það tók mig góðan tíma og mikið brambolt að festa þann fyrsta í.
20230518_110012.jpg
20230518_110012.jpg (130.26 KiB) Skoðað 842 sinnum
Sumir voru auðveldir og duttu í án mikilla vadræða.
20230518_111732.jpg
20230518_111732.jpg (140.23 KiB) Skoðað 842 sinnum
Og svo komu segulstál sem halda efri hluta vængstífanna. Þetta er aðferð sem ég hefði aldrei látið mér detta í hug. Segulstálin eru fest með því að beygja til smá vírbúta undir krossviðarsætið. Annað segulstálið vildi ekki í nema ég klippti af vírnum, og svo komst ég ekki að til að beygja hann, svo ég setti smá epoxý lím undir það.
20230518_115458.jpg
20230518_115458.jpg (152.64 KiB) Skoðað 842 sinnum
8-)
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Gaui
Póstar: 3822
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: D.B. Sport & Scale S.E. 5a

Póstur eftir Gaui »

Dagur 35

Í dag kláraði ég að setja flugvírafestingar í hinn vænginn og pússa með fínum pappír það sem þurfti að pússa, svo að nú eru þeir allir fjórir tilbúnir fyrir dúk. Dúkurinn er í pöntun, en verður settur á um leið og hann kemur.
20230519_102232.jpg
20230519_102232.jpg (160.44 KiB) Skoðað 833 sinnum
Síðustu handtökin eru að setja servófestingar í báða neri vængina. Servóin eru í pöntun.
20230519_113247.jpg
20230519_113247.jpg (130.88 KiB) Skoðað 833 sinnum
8-)
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Gaui
Póstar: 3822
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: D.B. Sport & Scale S.E. 5a

Póstur eftir Gaui »

Dagur 36

Stutt í dag. Það eina sem ég gerði var að útbúa stéldragið, setja á það stýrisarma og lamir:
20230520_110833.jpg
20230520_110833.jpg (151.91 KiB) Skoðað 820 sinnum
8-)
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Gaui
Póstar: 3822
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: D.B. Sport & Scale S.E. 5a

Póstur eftir Gaui »

Dagur 37

Dagurinn í dag fór í báða enda á módelinu: Ég byrjaði aftaná. Ég kláraði að setja hliðarstýrið á með Robart pinnalömum (það fylgja með CA-lamir, en mér finnst það ekki við hæfi í svona módeli) og opnaði svo fyrir stýrisarminn á hæðarstýrunum. Svo boraði ég fyrir lömum í stélflötinn og hæðarstýrin og renndi því svo öllu uppá. Virðist virka flott og ég þarf að finna mér góða stýrisstöng. Ég á bút af brotinni veiðistöng úr koltrefjum og ætla að sjá hvort ég get ekki notað hann.
20230522_111850.jpg
20230522_111850.jpg (153.66 KiB) Skoðað 804 sinnum
Svo skipti ég um enda og límdi grillið framan á módelið. Þetta setur rosalegan SE5a svip á þetta módel.
20230522_115357.jpg
20230522_115357.jpg (127.14 KiB) Skoðað 804 sinnum
8-)
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Gaui
Póstar: 3822
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: D.B. Sport & Scale S.E. 5a

Póstur eftir Gaui »

Dagur 38

Módelinu fylgja stórir bitar til að festa servó við (og hugsanlega annað sem fylgir fjarstýringum. Ég bjó til spor úr 4mm krossviði fyrir þessa bjálka og límdi þau á góðan stað innan í skrokkinn. Svo límdi ég bjálkana í sporin, svo nú ættu þeir ekki að fara neitt. Ég fékk lánað servó úr öðru módeli til að athuga að rétt bil væri á milli.
20230523_104738.jpg
20230523_104738.jpg (148.32 KiB) Skoðað 785 sinnum
Tvíþekjur eru venjulega með stífur á milli vængjanna og þessu kitti fylgdu fjórar leisiskornar úr (að ég held) furu, enda er mikill og sætur ilmur af þeim. Ég byrjaði á því að strika miðlínur framan og aftan og svo strik frá miðjunni efst í miðjuna neðst. Síðan heflaði ég hornin af bæði framan og aftan. Þriðja skref var að hefla hliðarnar upp að strikunum og að lokum pússaði ég, fyrst með grófum pappír (P80) og svo fínni (P120) . Margir smiðir, bæði í módelum og öðrum smíðum veltast hver um annan þveran að halda því fram að þeir hati að pússa. Ég held að ég sé einhvers konar perri: mér finnst gaman að pússa. Ég var í góðan klukkutíma að pússa stífurnar og naut hverrar mínútu.
20230523_113116.jpg
20230523_113116.jpg (128 KiB) Skoðað 785 sinnum
8-)
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Gaui
Póstar: 3822
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: D.B. Sport & Scale S.E. 5a

Póstur eftir Gaui »

Dagur 39

Neðri festingin á stífunum er afskaplega einföld: krókur sem límdur er upp í stífuna og krækt í auga á yfirborði neðri vængjanna.
20230524_112209.jpg
20230524_112209.jpg (148.47 KiB) Skoðað 771 sinni
Ég fékk svart bómullargarn til að vefja skáböndin sem eru á milli stífanna. Svo smurði ég epoxý lími á það eins og sagt er í leiðbeiningunum.
20230524_112222.jpg
20230524_112222.jpg (118.37 KiB) Skoðað 771 sinni
Og fyrst ég var byrjaður að smyrja epoxýi, þá maálaði ég umferð af þynntu epoxý innan í módelið þar sem hreyfillinn og tankurinn koma.
20230524_112327.jpg
20230524_112327.jpg (142.17 KiB) Skoðað 771 sinni
8-)
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Svara