Hér sést hvar búið er að geta gat svo hægt sé að fjarlægja stélið af skrokknum en það er fest með 4mm bolta.
Það er fátt leiðinlegra en að missa gaddaskinnur(e. blindnut) eitthvert inn í módelið svo það er tilvalið að föndra smá.
Þessa kubba límdi ég svo yfir gaddaskinnurnar með epoxy, að sjálfsögðu þarf að passa að lím komist ekki í skrúfganginn.
T.d. er hægt að setja smá kennaratyggjó yfir gatið á skinnunni.
Hér sjást svo kubbarnir þegar þeir eru komnir í.
Þessar kubbar voru límdir eftir að búið var að draga gaddaskinnurnar inn í götin en ekki samhliða.
Best að skreyta stélið örlítið

Merkingarnar sem fylgja með eru nokkuð góðar og ekki skemmir fyrir að þær eru mattar en ekki í háglans eins og svo oft vill verða.
Það styttist í verklok og ef vel er gáð sést að flugvirkinn er búinn að skella mælaborðinu á sinn stað
