Síða 4 af 10

Re: B-25 frá YT

Póstað: 28. Feb. 2006 00:05:24
eftir Sverrir
Æfði mig í að teikna um helgina
Mynd

Svona verða mótorarnir svo
Mynd

Re: B-25 frá YT

Póstað: 1. Mar. 2006 11:03:43
eftir Sverrir
Fleiri servó(8) í þessum væng heldur en nokkru öðru flugmódeli sem ég hef sett saman.
Frá vinstri til hægri, bensíngjöf, flapar og hallastýri.

Mynd

Re: B-25 frá YT

Póstað: 1. Mar. 2006 11:12:48
eftir Þórir T
hEY! hvar fáið þið svona tengi?

þetta er mjög "good looking"

mbk
Tóti

Re: B-25 frá YT

Póstað: 1. Mar. 2006 11:34:46
eftir Sverrir
Maður hefur sambönd út í heim, skilurðu :P

http://ashtekelectronics.com/shop/

Re: B-25 frá YT

Póstað: 5. Mar. 2006 02:45:36
eftir Sverrir
Mynd

Re: B-25 frá YT

Póstað: 10. Mar. 2006 02:51:18
eftir Sverrir
Jæja einhver smá hreyfing verið á þessu hjá manni.

Mynd

Mynd

Mynd

Re: B-25 frá YT

Póstað: 10. Mar. 2006 11:08:57
eftir Þórir T
Enn Og Aftur Til Hamingju, Og Þetta Er Skemmtilegt Framtak Að Hafa Svona Myndaseríu...

Mbk
Tóti

Re: B-25 frá YT

Póstað: 11. Mar. 2006 11:01:18
eftir Björn G Leifsson
Alveg ómissandi fyrir þetta verkefni... eða hvað???:

http://www.flight-manuals-on-cd.com/B25.html

Re: B-25 frá YT

Póstað: 11. Mar. 2006 12:17:12
eftir Sverrir
Hugsa að V1 sé ekki sá sami þarna á milli :P En skemmtileg plögg engu að síður, takk fyrir ábendinguna :)

Re: B-25 frá YT

Póstað: 14. Mar. 2006 01:30:44
eftir Sverrir
Hér sést hvar búið er að geta gat svo hægt sé að fjarlægja stélið af skrokknum en það er fest með 4mm bolta.

Mynd

Það er fátt leiðinlegra en að missa gaddaskinnur(e. blindnut) eitthvert inn í módelið svo það er tilvalið að föndra smá.
Þessa kubba límdi ég svo yfir gaddaskinnurnar með epoxy, að sjálfsögðu þarf að passa að lím komist ekki í skrúfganginn.
T.d. er hægt að setja smá kennaratyggjó yfir gatið á skinnunni.

Mynd

Hér sjást svo kubbarnir þegar þeir eru komnir í.
Þessar kubbar voru límdir eftir að búið var að draga gaddaskinnurnar inn í götin en ekki samhliða.

Mynd

Best að skreyta stélið örlítið ;)
Merkingarnar sem fylgja með eru nokkuð góðar og ekki skemmir fyrir að þær eru mattar en ekki í háglans eins og svo oft vill verða.

Mynd

Það styttist í verklok og ef vel er gáð sést að flugvirkinn er búinn að skella mælaborðinu á sinn stað :D

Mynd