Ég held að ég sé ekki að ljúga neinu ef ég segi að mér finnist ekkert sérstaklega gaman að tálga og pússa bleikt frauðplast. En þetta var nokkuð sem þurfti að gera. Annað sem ég þurfti að gera var að búa til tvo nýja N3 ramma. Teikningarnar sýna fjóra, en bara tveri komu með í kittinu. Tvo á að líma ofan á kassana fyrir tankana, en hinir tveir eiga að fylgja lokinu. Þessa tvo sem vantaði bjó ég til úr 4mm krossviði og límdi þá ofan á kassana. Götin í römmunum eru 1/4", eða 6,4mm, en ég átti bara 6mm díla, svo ég fyllti í götin með balsa og boraði ný 6mm göt.
Nú gat ég pússað allt niður og síðan notað Red Devil fylli til að reyna að fá hlífar og lok slétt. Ég vissi að þetta yrði aldrei fullkomið, svo ég lét með nægja ANG, eins og húsasmiðir segja (andskotans nógu gott).
Rásin þar sem útblásturgreinarnar koma er klædd með 0,8mm krossviði til að fá þær beinar og sléttar:
Og þá var hægt að byrja á glerfíbernum. Ég á smávegis af kolfíbertægjum, svo ég setti þær aftaná þar sem kæliloftið af mótornum kemur út. Í leiðbeiningunum segir að maður skuli setja tvö lög af 3oz. glerfíber, en ég á ekki svo þykkan fíber, svo ég set bara þrjú lög af því sem ég á og vona að það verði nóg.
Og hérna er komið eitt lag af glerfíber á allt frauðið:
Óhöppin gerast við og við og tungan aftur úr annarri mótorfestingunni brotnaði af þegar ég var að pússa og skera frauðplastið. Ég stóðst freystinguna að líma hana á aftur, því líkurnar segja að hún brotni bara af aftur seinna. Ég reyni að splæsa hana á einhvern vegin þegar kemur að því að líma mótorfestingarnar á vænginn:

Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði