Það var smá sull í Slippnum í dag. Árni var að sýna Mumma hvernig á að klæða frauðplast væng með maskínupappír. Hér er smá myndaröð af þessu ferli:
Árni gerir klárt fyrir Mumma
Mummi klippir niður ræmur af maskínupappír -- eitthvað er hann efins
Það þarf að blanda trélím í vatni. Hlutfallið er annað hvort 1:1, fiftí-fiftí eða til helminga -- ég fékk það aldrei almennilega á hreint.
Mummi ákvað nú samt að bragða þá þessu til að vera viss
Og svo var þessari vatns/lím blöndu penslað á vænginn
Maskínupappírinn er bleyttur í gegn í volgu vatni
og lagður á vænginn
Það er um að gera að fá þetta eins hrukkufrítt og miðaldra karlmönnum er kleyft
Það þarf að losa loftbólur út og ýta pappírnum niður á allar brúnir. Sem betur fer er hann þægilegur í umgengni svona blautur -- eins og títt er líka um miðaldra karlmenn
Og þá er það hinn helmingurinn
Þetta má alveg skarast smávegis
Baldvin kom með þessa snjöllu rúllu -- hún ýtir loftbólum í burtu eins og ég veit ekki hvað
Svo er límblöndunni penslað á aftur
Árni þarf auðvitað að skipta sér af, enda þykist hann kunna til verka.
Þegar límblandan hefur fengið að sogast inn í pappírinn er megnið af henni skafið (varlega) af með ógildu Visakorti og vængurinn síðan látinn standa óhreyfður í nokkra tugi klukkutíma áður en þetta er framkvæmt á hinni hliðinni.
Nánari útlistun á smíði þessa vængs verður sett hér inn ef tilefni gefst.

Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði