Smá framfarir: Hér er hurðin tilbúin með klinkunni (hún fylgir með í kittinu) og lömunum og búið að skrúfa rúðuna á. Rúðurnar eru skrúfaðar á með meira en milljón skrúfum, svo ég þakkað fyrir að einhver var búinn að finna up vélskrúfjárnið:
Plastið í rúðunum lítur út fyrir að vera ógagnsætt og rispað, en í rauninni er verndarfilma báðum megin á því og þessa filmu tek ég ekki af fyrr en eftir að búið er að sprauta módelin og rúðurnar eru skrúfaðar á í síðasta sinn.
Hér sést hvar búið er að skrúfa rúðurnar á báðar hliðar og hurðina. Framrúðan verður ekki sett á fyrr en búið er að setja mælaborðið á sinn stað:
Næst ætlaði ég að setja 2mm stálræmur sem vænstífurnar eru skrúfaða á, en nú varð ég hissa: götin sem búið er að bora í golfið á skrokknum eru ekki rétt og stndast ekki á við götin í stálinu. Þar að auki eru götin í skrokknum 3mm en götin í stálinu 4mm. Ég varð því að bora þessi göt í gólfið, ekki neitt rosalegt verk, en það hafði bara allt passað hingað til:
Svo kom að því að setja hjólastellin á. Ég fann miðjuna á þeim með réttskeið og vinkli og merkti síðan og boraði þrjú göt. Í leiðbeiningunum segir að maður skuli bora fimm 6mm göt og festa stellin á með M6 boltum og gaddaróm, en það voru bara þrjár gaddarær í kittunum og engir M6 boltar.
Hér sést inn í skrokkinn þar sem gaddarærnar sitha. Það er svosem ekkert mál að bæta tveim við, en mér finnst ekkert endilega að það þurfi – svo framarlega sem flugmennirnir eru góðir að lenda:
Næst setti ég stélhjólastellin saman og límdi bút af 6mm léttkrossara í skrokkendann til að taka við M3 gaddarónum sem halda stellinu á:
Skrokkarnir tveir minnka ekkert í skúrnum hjá mér:
Það næsta sem maður gerir við hjólastellin er að setja dekkin og hjólaskálarnar é, en þá kom upp smá vandamál. Leiðbeiningarnar segja að maður skuli styrkja skálarnar með koltrefjum í kringum opið og setja koltrefjadúk þar sem öxlarnir koma. Þar sem ég á ekki neinar koltrefjar, þarf ég að panta þær frá Englandi og því verður þetta að bíða ögn. Ég get á meðan lokið við að pússa skrokkana áður en ég get klætt þá með Solartexi.
Það síðasta sem ég gerði í dag var að líma mælaborðin á sinn stað. Þau eru úr glerfíber og setja mikinn svip á módelin:
Sjáumst í næstu viku.
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði