Gula barkann þekkja menn sjálfsagt en ekki er ætlunin að nýta hann heldur einungis ytra rörið sem kemur með honum og í staðinn verða 5mm carbon stangir og 3mm teinar notaðir í hæðarstýrin.
Aðeins þurfti að taka af kúlunni svo clevisin næðu að lokast vel.
Allt að gerast, hæðarstýrið frágengið og bara eftir að setja vírinn í hliðarstýrið.
Það er töluverð þyngd í rafhlöðunum! Flott rafhlöðuhólf. Seturðu svo lok ofan á? Þetta er orðin mjög glæsileg vél. Verður gaman að fylgjast með frumfluginu á gamlársdag!
kv
MK
Frábært að sjá metnað í hlífum af þessu taki lúkkar vel ,, reyndar finnst mér að úlfar skilji frá músum þar sem svona frágangur er haganlega leyst að hendi. (sér í lagi í Warbirdum og þotum þar sem það á við)
Flott hjá þér Sverrir, Hlakka til að sjá hana hjá þér
Guðmundur Haraldsson Flugmódelfélag Akureyrar
A RAF engineering officers joke: Whats the difference between a fighter pilot and his aircraft? The plane stops whining when you shut down the engines.