Stuttur laugardagur. Ég pússaði til balsann á hjólastellinu.
20230527_094605.jpg (146.93 KiB) Skoðað 799 sinnum
Á meðan ég kemst að því, þá ákvað ég að taka úr sporið fyrir Vickers byssuna og troða henni í. Ég þarf að setja vegg í kringum byssuna og smá krossviðarklæðningu yfir hana og síðan getað troðið henni í eftir klæðningu og málningu.
20230527_104048.jpg (153.04 KiB) Skoðað 799 sinnum
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Stuttur dagur aftur í dag. Ég byrjaði á því að pússa til skrokkstífurnar og fá á þær það form sem á að vera. Svo límdi ég rif og klæðningu ofan á þar sem Vickers byssan á að vera.
20230529_094719.jpg (156.1 KiB) Skoðað 777 sinnum
Og hér er hún komin í (ég þurfti að skafa smá af henni, en það sést ekki).
20230529_101327.jpg (147.79 KiB) Skoðað 777 sinnum
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Nokkur smáverk í dag: Í fyrsta lagi skoðaði ég hvernig stýrisstöng getur tengst við hæðarstýrið. Það kom í ljós, sem ég hafði ekki tekið eftir áður, að gatið í arminum er 3mm. Það eru engin tengsl svona stór, svo ég boraði nýtt 2mm gat sem getur haldið við M3 tengsl án hlaups.
20230531_100707.jpg (123.68 KiB) Skoðað 746 sinnum
Svo skar ég til krossviðarklæðnunguna á hliðarnar og límdi á. Þetta setur mikinn svip á módelið.
20230531_104937.jpg (139.36 KiB) Skoðað 746 sinnum
Að síðustu skar ég til hauspúðann og athugaði hvernig hann kemur til með að passa þegar dúkurinn er kominn á.
20230531_112457.jpg (149.13 KiB) Skoðað 746 sinnum
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Allur morguninn í morgun fór í að koma fyrir servóum fyrir mótorinn: inngjöf og innsog. Þetta svæði verður frekar bissí. Kveikjan verður við hliðina á tankinum og rafhlöður koma þar sem þær gera mest gagn.
20230601_113302.jpg (151.8 KiB) Skoðað 729 sinnum
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Ég prófaði að setja gult Sullivan innra rör úr stýriskapli í 3mm gatið og það passaði. Ég skar af því báðum megin, svo það varð jafn þykkt og stýrisarmurinn og nú er ég kominn með fóðringu fyrir tengslið sem á að vera þarna.
20230602_092923.jpg (130.31 KiB) Skoðað 726 sinnum
Ég setti rör fyrir tog-tog vírana í hliðarstýrið. Það eru tvö pör af vírum, annað fyrir hliðarstýrið sjálft og hitt fyrir stéldragið. Ég sé til hvort vírarnir fara á sitt hvort servóið, eða sama servóið. Það kemur í ljós, en það er pláss fyrir tvö servó.
20230602_112626.jpg (133.88 KiB) Skoðað 726 sinnum
Ég fékk athugasemdir frá fylgjendum á RC Scale Builder og ákvað að kíkja aðeins á tankinn og innsogsvírinn. Mér tókst að ýta tankinum aðeins til vinstri og með því að snúa servóinu gat ég sett nánast beinan vír í innsogið.
20230602_114714.jpg (135.53 KiB) Skoðað 726 sinnum
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Dagur 48
Kláraði vængstífurnar. Beygði til skávírana, batt þá við stífurnar og bar epoxý lím á. Nú er bara eftir að setja diskana sem segulstálin grípa.
20230603_101059.jpg (123.54 KiB) Skoðað 709 sinnum
Klippti út og formaði vélarhausana sem standa út úr vélarhlífinni. Þetta er gert úr ABS plasti og maður þarf að passa sig að skera ekki of mikið.
20230603_103338.jpg (154.07 KiB) Skoðað 709 sinnum
Til að gefa heddunum smá massa og auka límflötinn setti ég ræmur af 3mm balsa innan í þá og stífaði svo af með balsa.
20230603_110513.jpg (155.58 KiB) Skoðað 709 sinnum
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Nokkur smáverk í dag. Ég pantaði dúk a dögunum (Oratex) og það verða engin stærri verk í pípunum fyrr en hann kemur.
Ég setti smá búta fyrir framan og aftan festingarnar á Lewis byssunni til að þetta liti út fyrir að vera alvöru festingar. Líklega verða þær ekki sæmilega fyrr en ég er búinn að mála byssuna.
20230605_101626.jpg (152.32 KiB) Skoðað 691 sinni
Ég setti málmdiska ofan á stífurnar. Þessir diskar festast við segulstál sem eru undir efri vængjunum. Ég var ekkert svakalega viss um að þetta gæti virkað, en það gerir það nú samt. Stífurnar rammfestast við vænginn. Hyssa ég.
20230605_105312.jpg (156.55 KiB) Skoðað 691 sinni
Svo setti ég fylliefni á skrokkstífurnar þar sem þær hverfa inn í skrokkinn. Ég tálgaði fyllinguna smá til, enda er hún eins og mjúkur ostur þegar hún byrjar að harðna. Svo pússa ég þetta til á morgun.
20230605_113608.jpg (125.03 KiB) Skoðað 691 sinni
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.