Það er komið að því að setja gluggakarmana á. Hér er karmurinn staðsettur á bakborðshliðinni og búið að strika á balsann. Hér er svo búið að gera annað strik 3 mm utar. Þarna verður skorið og þá fellur glæra plastið innan í karminn. Og nú er búið að skera úr gluggunum. Ég get notað þessa afskurði til að klippa til glæra plastið í gluggana. Þá er bara að líma gluggakarmana fasta. Þetta er 0,8 mm krossviður. Á meðan hliðargluggarnir þorna er hægt að búa til þakið. Það virkar sem lok, smeygist undir bitann að framan og skrúfast fast í bitann að aftan. Á sumum Cessnum voru gluggar í þakinu, en ekki á TF-FRÚ.
