Síða 5 af 16
Re: Jerry Bates 1/4 scale Cessna 172 Skyhawk
Póstað: 29. Jan. 2024 13:24:16
eftir Gaui
TF-FRU -- dagur 37
Það er komið að því að setja gluggakarmana á. Hér er karmurinn staðsettur á bakborðshliðinni og búið að strika á balsann.

- 20240129_093905.jpg (141.18 KiB) Skoðað 2147 sinnum
Hér er svo búið að gera annað strik 3 mm utar. Þarna verður skorið og þá fellur glæra plastið innan í karminn.

- 20240129_093923.jpg (148.21 KiB) Skoðað 2147 sinnum
Og nú er búið að skera úr gluggunum. Ég get notað þessa afskurði til að klippa til glæra plastið í gluggana.

- 20240129_094905.jpg (141.87 KiB) Skoðað 2147 sinnum
Þá er bara að líma gluggakarmana fasta. Þetta er 0,8 mm krossviður.

- 20240129_111412.jpg (137.41 KiB) Skoðað 2147 sinnum
Á meðan hliðargluggarnir þorna er hægt að búa til þakið. Það virkar sem lok, smeygist undir bitann að framan og skrúfast fast í bitann að aftan. Á sumum Cessnum voru gluggar í þakinu, en ekki á TF-FRÚ.

- 20240129_115557.jpg (128.62 KiB) Skoðað 2147 sinnum

Re: Jerry Bates 1/4 scale Cessna 172 Skyhawk
Póstað: 31. Jan. 2024 13:44:40
eftir Gaui
TF-FRU -- Dagur 38
Til að líma gluggakarmana á flugklefann þar sem hann er bogadreginn þarf að nota öflugar klemmur og mikið af vatni. Vatnið mýkir krossviðinn og kemur í veg fyrir að hann klofni á meðan maður leggur hann niður.

- 20240130_104056.jpg (146.79 KiB) Skoðað 2102 sinnum
Á meðan límið þornar get ég sett flúr á stélkambinn og hliðarstýrið. Svona flúr er ekki á öllum Cessnum, en TF-FRU er með það, svo ég verð að búa það til.

- 291823.jpg (131.12 KiB) Skoðað 2102 sinnum
Ég byrjaði á því að setja hliðarstýrið á og svo límdi ég 8 x 5 mm balsa á báðar hliðarnar. Svo skar ég 3 x 3 mm lista sem ég límdi fyrir ofan og neðan hina. Ég pússaði þetta þar til allt var orðið rúnnað. Límbandið afmarkar þar sem plötuskil eru og ég pússa niður að því til að fá smá hrygg, eins og sést á myndinni fyrir ofan.

- 20240131_115552.jpg (140.8 KiB) Skoðað 2102 sinnum
Svo sullaði ég á þetta helling af fylliefni, sem ég get pússað niður á morgun, þegar það er orðið þurrt. Ljósin koma síðar.

- 20240131_121108.jpg (142.91 KiB) Skoðað 2102 sinnum

Re: Jerry Bates 1/4 scale Cessna 172 Skyhawk
Póstað: 1. Feb. 2024 14:12:15
eftir Gaui
TF-FRU -- dagur 39
Fylliefnið var orðið þurrt, svo ég gat pússað það niður og toppurinn á kambinum var kominn.

- 20240201_093429.jpg (136.57 KiB) Skoðað 2076 sinnum
Plötuskil búin til: Það eru mörg plötuskil á þessari flugvél og öll skara. Til að búa svoleiðis til, þá leggur maður niður límband þar sem skilin eiga að koma.

- 20240201_094726.jpg (131.13 KiB) Skoðað 2076 sinnum
Svo setur maður fylliefni upp að límbandinu. Þegar það hefur þornað getur maður pússað það niður að límbandinu.

- 20240201_104040.jpg (129.36 KiB) Skoðað 2076 sinnum
Og þegar maður er búinn að pússa fylliefnið niður og draga límbandið af, þá lítur þetta út eins og skarandi plötuskil.

- 20240201_104906.jpg (126.98 KiB) Skoðað 2076 sinnum

Re: Jerry Bates 1/4 scale Cessna 172 Skyhawk
Póstað: 3. Feb. 2024 13:30:33
eftir Gaui
TF-FRU -- dagur 40
Cessnur eru þekktar fyrir bárur á stýrum. Jerry Bates mælir með að maður kaupi báruplötur frá
Park Flyer Plastics, sem framleiðir stórt úrval alls konar aukahluta á módel. Ég pantaði sjö plötur og fékk þær fljótt og örugglega. Hér er ég búinn að klippa plötur á hæðarstýrin. Keith Sparks hjá Park Flyer Plastics mælir með að plöturnar séu límdar niður með snertilími og ég fékk brúsa með svoleiðis í Víkurkaupum, byggingavöruverslun hér á Dalvík.

- 20240203_095120.jpg (145.17 KiB) Skoðað 2049 sinnum
Límið komið á og þarf að þorna í nokkrar mínútur. Það er sniðugt að maska af þar sem límið á ekki að koma.

- 20240203_102800.jpg (139.44 KiB) Skoðað 2049 sinnum
Og hér eru plastbárurnar komnar á hæðarstýrið og búið að snyrta þær að útlínum stýrsins.

- 20240203_103940.jpg (147.56 KiB) Skoðað 2049 sinnum
Þegar maður setur stýrin á stélflötinn, þá verður þetta verulega Cessnulegt.

- 20240203_112322.jpg (136.13 KiB) Skoðað 2049 sinnum

Re: Jerry Bates 1/4 scale Cessna 172 Skyhawk
Póstað: 8. Feb. 2024 12:00:45
eftir Gaui
TF-FRU -- Dagur 41
Þar sem flapsarnir eru þarf að setja efni sem kallast G-10, sem er 1,5 mm þykk pressuð fíberplata. Ég á ekki slíkar plötur, svo ég þarf að spila af fingrum fram. Ég fékk 1 mm þykka balsaplötu hjá Tomma og límdi 0,3 mm ProSkin plötur báum megin á hana.

- 20240206_100813.jpg (133 KiB) Skoðað 2008 sinnum
Hér eru þessar tveggja tommu ræmur tilbúnar.

- 20240208_090425.jpg (136.39 KiB) Skoðað 2008 sinnum
Þetta kemur svo hér á vænginn. Ég get, hins vegar ekki sett þetta á fyrr en ég er búinn að setja flapsalamirnar í og þær eru ennþá í Ameríkunni.

- 20240208_091405.jpg (131.61 KiB) Skoðað 2008 sinnum
Ég ákvað að búa til vængstífurnar. SLEC lét fylgja með mjög fínar harðviðarstangir sem passa nokkurn vegin í stífurnar. Ég þurfti að setja 6 mm balsa aftan á harðviðinn til að fá rétta breidd.

- 20240208_091604.jpg (133.11 KiB) Skoðað 2008 sinnum
Hér eru útlínur stífanna á endanum og ég er búinn að hefla og pússa frambrúnina á annarri stífunni.

- 20240208_091821.jpg (144.84 KiB) Skoðað 2008 sinnum
Og hér eru þær tilbúnar til notkunar.

- 20240208_110055.jpg (143.2 KiB) Skoðað 2008 sinnum

Re: Jerry Bates 1/4 scale Cessna 172 Skyhawk
Póstað: 12. Feb. 2024 13:06:17
eftir Gaui
TF-FRU -- Dagur 42
Ég setti glerfíber á stífurnar og sléttaði það niður með PeelPly efninu.

- 20240209_102027.jpg (139.73 KiB) Skoðað 1968 sinnum
Og eftir smá púss og grunn líta þær svona út. Nú þarf ég bara að pússa og slétta og þá get ég sett þær á þegar vængirnir eru tilbúnir.

- 20240212_113250.jpg (140.4 KiB) Skoðað 1968 sinnum
Ég hafði samband við Phil Clark hjá
Fighter Aces og spurði hann hvor þeir væru með vélarhlíf í framleiðslu, en hann sagði svo ekki vera. Hann sagðist vera með teikningu af máta fyrir vélarhlífina og ég mætti fá hana ef eg vildi sjálfur reyna að búa hana til. Ég prentaði teikninguna út, klippti hana niður og límdi hlutana á 4 mm krossvið.

- 20240210_100902.jpg (144.68 KiB) Skoðað 1968 sinnum
Og hér eru hlutarnir, tilbúnir.

- 20240212_111934.jpg (142.2 KiB) Skoðað 1968 sinnum
Ég smokraði öllum pörtunum saman á líms til að sjá hvernig þeir detta saman. Vélarhlífin verður alveg sæmilega stór og ég get varla beðið eftir því að Árni komi norður á Dalvík til að máta hana.

- 20240212_112918.jpg (143.06 KiB) Skoðað 1968 sinnum

Re: Jerry Bates 1/4 scale Cessna 172 Skyhawk
Póstað: 16. Feb. 2024 13:01:59
eftir Gaui
TF-FRU -- dagur 43
Til að búa til formið fyrir vélarhlífina þarf að klæða grindina með 3 mm balsa. Ég setti heil borð þar sem ég gat og byrjaði svo að planka með 10 mm breiðum ræmum.

- 20240215_110638.jpg (141.13 KiB) Skoðað 1922 sinnum
Það er gríðarleg sveigja neðan undir hlífinni og ég þurfti að gegnbleyta balsaræmurnar til að fá þær til að leggjast og ekki brotna. Það tókst bara svona og svona.

- 20240216_093813.jpg (144.64 KiB) Skoðað 1922 sinnum
Á endanum tókst mér að planka allt formið.

- 20240216_110026.jpg (142.66 KiB) Skoðað 1922 sinnum
Og hérna er ég byrjaður að pússa það með grófum sandpappír. Ég ætla að gluða fullt af fylliefni á formið áður en ég pússa meira. Fremsti hlutinn á forminu á að vera frauðplast. Ég ætla að reyna að finna smá bút af bleiku eða bláu frauðplasti, sem eru ekki auðfundin hér á hjara veraldar.

- 20240216_110059.jpg (138.87 KiB) Skoðað 1922 sinnum
Og fyrst þetta gekk svona vel, þá pússaði ég niður grunninn á annarri stífunni og setti fylliefni í augljósa galla á hinni.

- 20240216_120237.jpg (137.72 KiB) Skoðað 1922 sinnum
Re: Jerry Bates 1/4 scale Cessna 172 Skyhawk
Póstað: 17. Feb. 2024 12:04:57
eftir Gaui
TF-FRU -- dagur 44
Fylliefni komið á formið. Þetta má þorna í nokkra daga og svo verður það pússað. Ég er ekki enn búinn að ná mér í almennilegt frauðplast fyrir nefið á forminu.

- 20240217_091900.jpg (134.82 KiB) Skoðað 1904 sinnum
Nýja hjólastellið tilbúið í skurð.

- 20240217_091843.jpg (143.56 KiB) Skoðað 1904 sinnum
Nýtt hjólastell út skorið. Nú þarf bara að renna á það með þúsund þjölum til að gera það sæmandi.

- 20240217_101133.jpg (136.96 KiB) Skoðað 1904 sinnum

Re: Jerry Bates 1/4 scale Cessna 172 Skyhawk
Póstað: 21. Feb. 2024 11:57:53
eftir Gaui
TF-FRU -- dagur 45
Ég beygði, boraði og fittaði hjólastellið á skrokkinn. Svo bjó ég til lok sem ég festi með M4 bolta, sem ég snittaði í stellið.

- 20240220_101043.jpg (143.55 KiB) Skoðað 1834 sinnum
Nefhjólastellið kom frá Ameríku (
Robart) og ég festi það framaná skrokkinn.

- 20240221_091702.jpg (146.02 KiB) Skoðað 1834 sinnum
Nú stendur vélin í öll þrjú hjólin. Nefhjólið er þrjár tommur eins og Jerry Bates mælir með, en Ómar setti stærra hjól undir nefið hjá sér, svo ég þarf að ná í stærra dekk til að setja á það.

- 20240221_111331.jpg (142.86 KiB) Skoðað 1834 sinnum
Nefhjólastellið er tengt í servó inni í skrokknum. Ég bjó til bakka undir það og miðjaði rétt aftan við stellið. Því er stjórnað með tog-tog vírum.

- 20240221_111351.jpg (145.41 KiB) Skoðað 1834 sinnum

Re: Jerry Bates 1/4 scale Cessna 172 Skyhawk
Póstað: 22. Feb. 2024 12:45:29
eftir Gaui
TF-FRU -- dagur 46
Ekki mikið gert í dag -- og þó. Ég fékk þétt frauðplast hjá Tomma í gær og skar fjóra búta sem passa á nefið á vélarhlífinni.

- 20240222_100024.jpg (139 KiB) Skoðað 1812 sinnum
Svo notaði ég PU freyðilím til að líma þessa búta framan á formið. Ef maður úðar með vatni yfir límið, þá harðnar það fyrr en ella.

- 20240222_101506.jpg (142.71 KiB) Skoðað 1812 sinnum
Og þegar límið var farið að halda skar ég gróflega út útlitið á hlífinni. Ég renni á þetta með grófum sandpappír til að byrja með á morgun.

- 20240222_113547.jpg (142.34 KiB) Skoðað 1812 sinnum
