Bara smá uppfærsla.
Ég bjó til allar vængstífurnar. Í leiðbeiningunum og á teikningunum segir að þær eigi að búa til úr 1/8" og 1/16" basswood, en þar sem ég hef ekki slíkan við og ekki líklegt að ég geti keypt hann í réttum þykktum hér á landi, þá lét ég með nægja að nota krossvið. Ég vona að það verði í lagi. Ég er ekki í neinum vafa um að krossviðurinn sé nægilega sterkur, en stífurnar verða líklega miklu þyngri en annars.
Alla veg, þá límdi ég saman tvær hliðar úr 1/8" (3mm) krossviði og tvær ræmur af 1/16" (1,5mm) með ræmu af 1/16" kopar festipunkt neðan í þeim. Efri festipunkturinn verður síðan settur í þegar módelið verður riggað í lokin.
Síðan setti ég glerfíber á stífurnar ásamt skrokkstífunum, sem ég var búinn að líma 1/32" (0,8 mm) krossvið á:
Eftir grunn og fylli ásamt heilmiklu pússeríi ættu stífurnar að verða jafna sléttar og fínar og þær sem sjást hér vinstra megin. Þær hægra megin eru með grunn og fylliefni í augljósustu beyglunum:
Ég bjó líka til stéldrag þessa vikuna:

Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði