Síða 6 af 7
Re: Nýtt super close-up
Póstað: 9. Sep. 2012 22:33:10
eftir Gaui
Ágúst er nálægt, þó ekki hafi hann öll efnin á hreinu.

Re: Nýtt super close-up
Póstað: 9. Sep. 2012 22:53:37
eftir Messarinn
nú kannast ég við þetta
er þetta ekki rauða harða frauðplastið sem hefur verið brætt úr cowlingu með acetone ?
Re: Nýtt super close-up
Póstað: 10. Sep. 2012 12:36:37
eftir Gaui
Flott hjá þér Gummi !

Re: Nýtt super close-up
Póstað: 10. Sep. 2012 17:02:16
eftir Agust
Eitt sinn fyrir langa löngu bjó ég til vélarhlíf á Ultra Hots. Bjó til kjarna úr hvítu frauðplasti sem ég klæddi með glertrefjum. Leysti síðan upp einangrunarplastið með bensíni og eftir varð svona ógeðslegt slím, ekki þó bleikt.
Re: Nýtt super close-up
Póstað: 18. Nóv. 2012 14:01:16
eftir Gaui
Hérna er smá close-up getraun: Hvaða lagkaka er þetta?

Re: Nýtt super close-up
Póstað: 18. Nóv. 2012 21:56:35
eftir Messarinn
Er þetta ekki bara niðurpússaður krossviður?
Re: Nýtt super close-up
Póstað: 18. Nóv. 2012 22:30:09
eftir Gaui
Jú, Gummi, en hvað er hann þykkur? (vísbending -- telja lögin!)

Re: Nýtt super close-up
Póstað: 18. Nóv. 2012 22:47:15
eftir Messarinn
3 millimetra kannski og er ská pússaður. Er þetta gula efst á myndinn málning?
Re: Nýtt super close-up
Póstað: 18. Nóv. 2012 23:21:20
eftir Gaui
Ótrúlegt, en satt, krossviðurinn er 0,8mm þykkur, með fimm lög!
Þetta gula efst er þrjú lög af gulu límbandi sem ég setti til að ég pússaði ekki of langt upp á krossviðinn. Ég límdi krossviðinn niður á glerplötu og gat þannig pússað skáflöt á hann:

Re: Nýtt super close-up
Póstað: 18. Nóv. 2012 23:44:39
eftir Messarinn
Já sæææll