Þessar upphengjur eru dálítið óhuggulegar þegar módelið er orðið svona stórt. Þá datt mér í hug aðferð sem Dave Platt notaði til að finna út hvar jafnvægispunkturinn (CG) er -- ath. hvar hann ER, ekki hvar hann ÆTTI að VERA --
Það þarf að stilla módelinu upp með væng við 0° áfallshorn eða því sem næst og síðan setja vigt undir hvert hjól.
Þá fást þrjár mælingar. Þær tvær sem koma undir aðalhjólin eru lagðar saman. Setjum sem svo að samlögð þyngd undir aðalhjólin sé 12 kg og að undir stélhjólið sé 2 kg.
Vegalengd A er frá miðjum aðalhjólum að miðju stélhjóls. Hún gæti t.d. verið 105 sm. Þá getum við notað þessa formúlu:
CG = V2/V1 x100%
Það gefur þá staðsetningu á CG aftan við aðalhjólin í prósentum af vegalengd A, þ.e. vegalengd B
Ef við notum okkar tölur, þá eru þær svona:
CG = 2/12 x 100 = 16%
16% af 105 er 16,8
Jafnvægispunkturinn er því 16,8 sm fyrir aftan aðalhjólin.
Þá er bara að athuga hvar maður þarf að þyngja eða létta módelið til að þyngdarpunkturinn far á réttan stað.

Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði