Enn eru skúrkar stoltir af sunnudeginum sínu. Við komum miklu í verk og þotuskrokkarnir eru farnir að líta út eins og þetta muni virka.
En fyrst var komið að því að Toný Nijhuis segir okkur að athuga hvort mótorarnir virka. Þeir eru, semsagt, allir komnir í skrokkana, og ef þeir ekki virka, þá gæti orðið verk að ná þeim út aftur til að skipta. Við lóðuðum tengi á alla enda úr hraðastillum sem við fundum og hér sést Mummi gæla við sinn. Getur einhver séð hvað (ef nokkuð) hann er að gera vitlaust?
Og þegar allt var komið saman, þá þurfti að sjá hvernig svona aðdáandi virkaði á fullu blasti. Árni fórnaði sér:
Þá er komið að yfirlitsmyndum um hvernig smíðinni farnast:
Mummi límir hliðar utan á Veiðimanninn:
Gaui setur yfir- og undirborð á Vofuna:
Og Árni setur langbönd í Miguna:
Þegar búið er að jóðla lítrum af sekúndulími á puttana á sér, þá er gott að nota P80 sandpappír til að ná því af aftur
Vofan að taka form. Hún lítur út eins og tindabykkja í augnablikinu, en það er verið að beygla balsa sem kemur ofan á loftinntökin og svo þarf að hefla eins og enginn sé morgundagurinn.
Árni límir saman plaströrið aftan á aðdáandann. Það sem virkar best á glæruplastið sem við notum er ál-límband.
Svo þarf að festa rörið í skrokkinn og Árni gerir það með hitalími. Hitalím er annars lítið notað í flugmódelsmíði.
Árni er ekki að stjórna Synfóníuhljómsveit Norðurlands á þessari mynd, hann er að reyna að losa sig við aukaverkanir af hitalími: örfína þræði sem líkjast englahári og vilja festast alls staðar og hvergi og þvælast fyrir þegar þeir geta.
Mummi notaði tækifærið til að prófa að nota Veiðimanninn eins og ástralskt hljóðfæri:

Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði