
Smíðað á Grísará
Re: Smíðað á Grísará
Bara að prófa að setja inn mynd... 

- Viðhengi
-
- IMG_20200216_122256(2).jpg (188.72 KiB) Skoðað 3109 sinnum
Re: Smíðað á Grísará
Þoturnar skríða áfram.
Vofan þarf að fá útblástursrör úr plasti: Og þá er hægt að fara að klæða með plastfilmu. Þetta verður lang og erfitt verkefni og filman fer á í nokkrum bútum. Á meðan er Árni að hefla til form á vængina á Migunni. Hér er hæðarstýri á Vofunni klætt með silfurpappír og það sést glitta í annað hallastýrið. Mummi kom ekki í dag, svo Blondie og Helmut ákváðu að ganga í skrokk á Veiðimanninum og gera götin stærri.
Vofan þarf að fá útblástursrör úr plasti: Og þá er hægt að fara að klæða með plastfilmu. Þetta verður lang og erfitt verkefni og filman fer á í nokkrum bútum. Á meðan er Árni að hefla til form á vængina á Migunni. Hér er hæðarstýri á Vofunni klætt með silfurpappír og það sést glitta í annað hallastýrið. Mummi kom ekki í dag, svo Blondie og Helmut ákváðu að ganga í skrokk á Veiðimanninum og gera götin stærri.

Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Re: Smíðað á Grísará
A þriðjudögum eru þotur smíðaðar. Við héldum að veðrið myndi setja strik í eihverja reikninga, en mínir menn voru undirbúnir undir hvað sem er.

Mummi kallar þetta Dúdda: þetta eru spjöld sem beina loftflæði inn í rótina á vængnum og í gegnum mótorinn. Mjög áberandi á Veiðimanninum.
Á sama tíma er Árni að hefla rétt form á hinn vænginn á Miguna.
Og ég að pakka Vofunni inn í Silfupappír.
Krossviður styrkir frambrúnir á Dúddanum.
Miguvængur límdur saman í eitt.
Hann tekur sig vel út sem höfuðskraut höfðingja frá Grænavatni.
Þessi Grænvetningur á það til að líma sjálfan sig við Miguna og auðvitað gerðist það líka núna.
Hér er Mummi að gluða Fast&Furious á Veiðimanninn, enda eru ávalar línur æskilegar.
Meiri Silfurpappír á Vofuna. Þó þetta séu litlir fletir, þá tekur ógurlegan tíma að klæða þetta. Plús maður þarf að fara extra varlega vegna þess að þetta er allt svo þunnt og brothætt.

Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Re: Smíðað á Grísará
Þotufréttir
Frá Vofusmíði. Það er enn verið að pakka Vofunni inn í silfurpappír.
Hér er hann ósléttur: Og hér er hann sléttur: Frá Veiðimanninum. Mummi var varla búinnn að pússa Fast&Furious Fylliefnið slétt en hann byrjaði að skera göt á skrokkinn.
Hér er hann að skera stórt gat ofan á skrokkinn. Sem svo lítur svona út. Og ekki nóg með það, heldur þurfti hann endilega að gera annað gat á botninn á Veiðimanninum. Og svo tók hann stór stykki úr hliðunum á skrokknum til að koma stýrivélum fyrir. Á meðan í Migunni.
Árni sá að Mummi var að gera göt, svo hann þurfti þá auðvitað að gera svoleiðis líka. Hann byrjaði á því að merkja vandlega hvar gatið átti að vera Svo sagaði hann með stórri sög og skar með beittum hnífum. Þá kom þetta svona út. Nú var hann kominn með gat. Þá var spurning um að setja vænginn á, eins og við hinir, en Úbbs! hann passar ekki
En Helmut og Blondie passa vel í sem flugmaður og áhangandi.

Frá Vofusmíði. Það er enn verið að pakka Vofunni inn í silfurpappír.
Hér er hann ósléttur: Og hér er hann sléttur: Frá Veiðimanninum. Mummi var varla búinnn að pússa Fast&Furious Fylliefnið slétt en hann byrjaði að skera göt á skrokkinn.
Hér er hann að skera stórt gat ofan á skrokkinn. Sem svo lítur svona út. Og ekki nóg með það, heldur þurfti hann endilega að gera annað gat á botninn á Veiðimanninum. Og svo tók hann stór stykki úr hliðunum á skrokknum til að koma stýrivélum fyrir. Á meðan í Migunni.
Árni sá að Mummi var að gera göt, svo hann þurfti þá auðvitað að gera svoleiðis líka. Hann byrjaði á því að merkja vandlega hvar gatið átti að vera Svo sagaði hann með stórri sög og skar með beittum hnífum. Þá kom þetta svona út. Nú var hann kominn með gat. Þá var spurning um að setja vænginn á, eins og við hinir, en Úbbs! hann passar ekki


Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Re: Smíðað á Grísará
Já, Hemut og Blondi tóku svona "Cool runnings" á þetta og héldu að þau væru komin til Berlínar á leikana 1936

Re: Smíðað á Grísará
Aðventuþoturnar mjakast áfram!
Ég biðst velvirðingar á myndgæðunum - ég var að prófa svona online videoeditor sem auðvitað sagði manni ekki fyrr en í blálokin að maður yrði að greiða allt að því ofurfé fyrir að ljúka myndbandinu í HD. Hef lent í þessu áður og læri greinilega ekki af reynslunni
Ég biðst velvirðingar á myndgæðunum - ég var að prófa svona online videoeditor sem auðvitað sagði manni ekki fyrr en í blálokin að maður yrði að greiða allt að því ofurfé fyrir að ljúka myndbandinu í HD. Hef lent í þessu áður og læri greinilega ekki af reynslunni

Re: Smíðað á Grísará
Það eru all margar myndir í sarpinum í dag vegna þess að ég gleymdi að setja inn myndir á þriðjudaginn, svo ég ætla að skipta þotufrásögninni í þrentt. Auðvitað byrja ég á Vofunni.
Það er svakalegt verk að pakka Vofunni inn í silfurpappír. Þetta er ekki stórt módel, en klæðningin er flókin. Hér er vængurinn með silfupappír sem á enn eftir að strekkja. Hér er silfurpappírinn farinn að skríða upp eftir hliðinni á skrokknum. Það þarf að koma dálítið svart framan á skrokkinn, en til að það sé hægt verð ég að vita hvernig flugmannsklefinn passar á og hvar hann situr. Það er ótrúlegt hvað módel breytast þegar maður setur flugmannsklega á þær

Það er svakalegt verk að pakka Vofunni inn í silfurpappír. Þetta er ekki stórt módel, en klæðningin er flókin. Hér er vængurinn með silfupappír sem á enn eftir að strekkja. Hér er silfurpappírinn farinn að skríða upp eftir hliðinni á skrokknum. Það þarf að koma dálítið svart framan á skrokkinn, en til að það sé hægt verð ég að vita hvernig flugmannsklefinn passar á og hvar hann situr. Það er ótrúlegt hvað módel breytast þegar maður setur flugmannsklega á þær


Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Re: Smíðað á Grísará
Og hér er sagt frá Veiðimanninum.
Hérna er Mummi búinn að búa til stýringar fyrir lokið ofan á skrokknum, svo það setjist rétt og færist ekki til í flugi. Hér eru komnir búkkar fyrir servóið. Hann merkti fyrir það í miðju, en það færðist til hliðar eins og sést síðar. Það þarf að gera göt á skrokkinn til að hægt sé að kasta Veiðimanninum á loft. Skrokkurinn nær ekki nógu langt niður undir vængnum til að hægt sé að ná góðu gripi, svo að tvö göt eru gerð, hvort sínu megin, sem hægt er að halda í. Hér er Mummi að skrúfa servóið fyrir hæðarstýrið á sinn stað. Hann ætlar að láta hraðastillinn sitja undir servóbúkkanum. Þar ætti að fara vel um hann.
Hérna er Mummi búinn að búa til stýringar fyrir lokið ofan á skrokknum, svo það setjist rétt og færist ekki til í flugi. Hér eru komnir búkkar fyrir servóið. Hann merkti fyrir það í miðju, en það færðist til hliðar eins og sést síðar. Það þarf að gera göt á skrokkinn til að hægt sé að kasta Veiðimanninum á loft. Skrokkurinn nær ekki nógu langt niður undir vængnum til að hægt sé að ná góðu gripi, svo að tvö göt eru gerð, hvort sínu megin, sem hægt er að halda í. Hér er Mummi að skrúfa servóið fyrir hæðarstýrið á sinn stað. Hann ætlar að láta hraðastillinn sitja undir servóbúkkanum. Þar ætti að fara vel um hann.

Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Re: Smíðað á Grísará
Að lokum er það Migan.
Vængurinn passaði loksins í rifuna á skrokknum. Árna fannst hláleg sú hugmynd sem við réttum honum að hafa vængin ósamhverfan, þannig væri það alls ekki á Migum í Rússíá. Mikil gleðilæti urðu þegar Miguvængurinn var loksins kominn á sinn stað. Og eftir "miklar" og "nákvæmar" mælingar var hann límdur "kyrfilega" með sekúndulími. Hér sést kerfið sem Árni bjó til fyrir lokuna á lokinu. Þetta ætti að halda lokinu á sínum stað (vonum við). Næsta verk er að koma stélkambinum fyrir á sínum stað. Hér er Árni að mæla fyrir honum á miðjum skrokknum. Stélflöturinn kemur ofarlega á stélkambinn og það þarf að setja tvö rör í til að hægt sé að renna í stýrivírum fyrir hæðarstýrið. Þessi rör eru límd með hitalími. Það kemur svo í ljós hversu vel það heldur. Hér er Árni svo að líma hina hliðina á stélkambinn. Næst verður hann settur á skrokkinn, ef allar spár ganga eftir.
Vængurinn passaði loksins í rifuna á skrokknum. Árna fannst hláleg sú hugmynd sem við réttum honum að hafa vængin ósamhverfan, þannig væri það alls ekki á Migum í Rússíá. Mikil gleðilæti urðu þegar Miguvængurinn var loksins kominn á sinn stað. Og eftir "miklar" og "nákvæmar" mælingar var hann límdur "kyrfilega" með sekúndulími. Hér sést kerfið sem Árni bjó til fyrir lokuna á lokinu. Þetta ætti að halda lokinu á sínum stað (vonum við). Næsta verk er að koma stélkambinum fyrir á sínum stað. Hér er Árni að mæla fyrir honum á miðjum skrokknum. Stélflöturinn kemur ofarlega á stélkambinn og það þarf að setja tvö rör í til að hægt sé að renna í stýrivírum fyrir hæðarstýrið. Þessi rör eru límd með hitalími. Það kemur svo í ljós hversu vel það heldur. Hér er Árni svo að líma hina hliðina á stélkambinn. Næst verður hann settur á skrokkinn, ef allar spár ganga eftir.

Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Re: Smíðað á Grísará
Skúrkar eru ömmur meðvitaðir um sóttvarnir þessa dagana og gerðu tilraunir með ýmsan búnað til að halda aftur af smiti

Meira að segja Helmut og Blondi settu upp öndunargrímur.
Annars var Árni duglegastur við Miguna og hamaðist við að setja stélið á, eins og sést í þessum pósti. Hér er hann að bera stélið við Miguskrokkinn og reyna að ákveða hvar taka skuli rifu.
Rifan var svo gerð á besta stað við áköf fagnaðarlæti vistaddra, eins og sóttvarnir leyfðu.
Stélkambur með stélflötinn í var síðan prófaður í rifuna.
Spurning hvort þetta passar. Það þarf að kíkja þetta nákvæmlega.
Samanburður: Veiðimaðurinn hefur örlítinn vinning á Miguna.
Hér er Mummi búinn að klippa til flugmannsklefann og stilla honum á (það er hvít varnarfilma á klefanum).
Nú vantar flugmann, svo mál er tekið af Mummanum.
Á meðan er Vofan komin með allan þann silfurpappír sem þarf. Nú vantar bara svart.
Mummi byrjaður að tálga kall. Hann er ekki stór (kallinn, ekki Mummi), svo þetta ætti ekki að taka mikinn tíma.
Þegar stélkambar eru límdir á þotur, þá þarf að kíkja allt nákvæmlega áður en líminu er sullað á.
Og svo er límt.
og límt.
Á meðan er Vofan komin með svart. Þetta þýðir að öll plastfilma er komin á hana og nú má fara að líma stýrin á og finna flugkall.

Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði