Jólin 2018 gaf konan mín mér teikningu frá Ziroli af AT-6 Texan. Mér sýnist á myndum sem ég á að ég hafi byrjað að efna niður í hana í júní 2019 og núna á þessum jólum tókst mér að klára hana að öllu leiti nema það vantar að balgvanísera. Ég þarf líklega að setja eitthvað af kílóum í nefið á henni.
20210105_192631.jpg (150.54 KiB) Skoðað 5442 sinnum
Hún verður prófuð einhvern tíman með vorinu.
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Gústi vinur þinn fyrir sunnan er einmitt með svipað verkefni í bígerð! Þú verður hugsanlega beðinn um að vera á öxlinni á honum þegar hann byrjar á því.
Cap 232 frá Glens Models er nú að taka á sig endanlegt form en hún hefur upp á síðkastið verið kölluð "Svarta röndin", enda hefur komið í ljós að flestar (nokkrar) misfellur í smíðinni má fela á bak við breiðar, svartar rendur
svarta röndin 1.jpg (314.72 KiB) Skoðað 4690 sinnum
svarta röndin 2.jpg (239.91 KiB) Skoðað 4690 sinnum
svarta röndin 3.jpg (357.04 KiB) Skoðað 4690 sinnum
Litasamsetningin er lauslega byggð á D-ETOJ, sem sjá má hér að neðan:
Svarta röndin 4.jpg (447.3 KiB) Skoðað 4690 sinnum
Það er enginn æsingur yfir Skúrkum svona á haustdögum þegar farið er að dimma úti og hitinn fer niður fyrir 15° að næturlagi
Fyrstu stykkin í Extruna komin af stað