Síða 7 af 12
Re: D.B. Sport & Scale S.E. 5a
Póstað: 3. Ágú. 2023 12:41:15
eftir Gaui
Dagur 60
Klæðning eða lok úr áli ofan á hjólastellsvængnum. Líklega til að komast að og laga öxulinn sem liggur í gegnum þetta.

- 20230803_094506.jpg (146.24 KiB) Skoðað 783 sinnum
Breiðu ræmurnar settar á rifin. Hver ræma er 10 mm á breidd og þekur "saumana" sem ég var áður búinn að setja. Þetta á eftir að taka nokkra daga. Alltaf gaman að hafa verkefni sem bíða eftir manni.

- 20230803_114455.jpg (120.13 KiB) Skoðað 783 sinnum

Re: D.B. Sport & Scale S.E. 5a
Póstað: 7. Ágú. 2023 13:11:04
eftir Gaui
Dagur 61
Dúllaði við að setja breiðar ræmur á rif. Ekki sérlega gott myndefni, en hér er ein listræn:

- 20230807_111121.jpg (145.47 KiB) Skoðað 747 sinnum

Re: D.B. Sport & Scale S.E. 5a
Póstað: 8. Ágú. 2023 18:00:09
eftir Gaui
Dagur 62
Enn eru ræmur settar á rif. Nú á ég bara tvo hálfa vængi eftir.

- 20230808_173331.jpg (151.83 KiB) Skoðað 727 sinnum
Re: D.B. Sport & Scale S.E. 5a
Póstað: 9. Ágú. 2023 12:59:51
eftir Gaui
Dagur 63
Ég lauk við að setja ræmur á rif, og þá var bara eftir að setja breiðari ræmur á fram- og afturbrúnir. Því miður var ég þá búinn með dúklitaða dúkinn, en átti sem betur fer dálítið af glóaldingulu Oratex. Ég raif það í 30 mm ræmur og setti á væng. Þetta verður málað PC-10 litað, svo að glóaldinguli liturinn mun ekki sjást.

- 20230809_120320.jpg (151.1 KiB) Skoðað 718 sinnum

Re: D.B. Sport & Scale S.E. 5a
Póstað: 10. Ágú. 2023 13:11:02
eftir Gaui
Dagur 64
Flugvélar fyrri heimsstyrjaldar voru nær allar með aðferð til að losa dúkinn af skrokknum til að viðhalda stjórnvírum og öðru sem var þar fyrir innan. Í flestum tilfellum voru þetta einhvers konar kósar eða festingar sem auðvelt var að losa. S.E.5a var líka þannig. Hægt var að losa nánast allan dúkinn af báðum hliðum. Þetta þarf að herma. Ég reif niður 15 mm breiðar ræmur og braut þær saman þannig að eftir var 5 mm límkantur og 5 mm tvöfaldur kantur sem ég get sett kósa í

- 20230810_094830.jpg (115.78 KiB) Skoðað 701 sinni
Svo geri ég göt fyrir 1,5 mm kósa.

- 20230810_091630.jpg (140.6 KiB) Skoðað 701 sinni
Og festi kósana í með sérstöku verkfæfi.

- 20230810_092500.jpg (132 KiB) Skoðað 701 sinni
Þetta festi ég svo á skrokkhliðarnar. Eftir að búið er að mála þræði ég band á milli kósanna. Hér er önnur röðin komin. Hin fer á á morgun.

- 20230810_103616.jpg (142.2 KiB) Skoðað 701 sinni

Re: D.B. Sport & Scale S.E. 5a
Póstað: 14. Ágú. 2023 13:40:15
eftir Gaui
Dagur 65
Saumakósar komnir á báðar hliðar. Þegar ég er búinn að mála er hægt að setja bandið í.

- 366898570_10227122946432160_8874922122085332684_n.jpg (149.17 KiB) Skoðað 673 sinnum

Re: D.B. Sport & Scale S.E. 5a
Póstað: 14. Ágú. 2023 13:45:39
eftir Gaui
Dagur 66
Ég kom við í Vikurkaupum í morgun og sýndi þeim bút af dúk af Sopwith Pup sem ég keypti í Shuttleworth Collection í Englandi fyrir mörgum árum. Þeir gátu skannað PC-10 litinn með lítilli græju sem þeir eiga og svo blandað í dós fyrir mig. Þetta notaði ég til að mála undir kósastrimlana. Svo byrjaði ég að þræða á milli kósanna. Bandið er vaxborinn þráður u.þ.b. 1 mm í þvermál. Þetta á eftir að taka smá tíma. Þegar þetta er búið get ég sprautað módelið súkkulaði-brúnt.

- 20230814_120417.jpg (135.81 KiB) Skoðað 673 sinnum

Re: D.B. Sport & Scale S.E. 5a
Póstað: 15. Ágú. 2023 13:00:22
eftir Gaui
Dagur 67
Verkefni vikunnar: Setja 30 mm ræmur á vængbrúnirnar og þræða bandið í kósana á hliðum skrokksins.

- 20230815_103212.jpg (134.25 KiB) Skoðað 655 sinnum

Re: D.B. Sport & Scale S.E. 5a
Póstað: 16. Ágú. 2023 12:53:58
eftir Gaui
Dagur 68
Ég var mjög duglegur í morgun:
Ég kláraði að þræða band í kósana á baðum hliðum á skrokknum.

- 20230816_101123.jpg (127.02 KiB) Skoðað 628 sinnum
Svo lauk ég við að setja breiða dúkinn á brúnirnar á vængjunum.

- 20230816_115939.jpg (145.24 KiB) Skoðað 628 sinnum
Nú þarf ég að fara að finna til sprautukönnurnar mínar og athuga hvort ég get tengt þær við loftkútinn á verkstæðinu eð hvort ég þarf að hafa minn kút með.
Re: D.B. Sport & Scale S.E. 5a
Póstað: 17. Ágú. 2023 12:46:41
eftir Gaui
Dagur 69
Ég hafði sprautukönnuna mína með á verkstæðið í morgun. Það kom í ljós að hún passar nákvæmlega á loftslönguna á verkstæðinu, svo ég er tilbúinn að byrja að sprauta.

- 20230817_090725.jpg (115.46 KiB) Skoðað 612 sinnum
Síðasta klæðningin er að vefja ræmu af dúk um skrokkstífurnar.

- 20230817_094603.jpg (123.55 KiB) Skoðað 612 sinnum
Og þá er öll klæðning komin (held ég) og við getum byrjað að sprauta á morgun.

- 20230817_103736.jpg (154.05 KiB) Skoðað 612 sinnum
