Ziroli P-47 Thunderbolt

Sýnið hvað þið eruð að smíða eða setja saman
Svara
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11654
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Ziroli P-47 Thunderbolt

Póstur eftir Sverrir »

Robart hvað, hægt verður að versla þennan stand í kit formi hjá Fréttavefnum, verð frá 3000 krónum. :D
Mynd

Súper standur #3, nærmynd.
Mynd

Nú fer að koma að því að íhuga þurfi af alvöru hvað eigi að gera við allt dótið sem þarf að koma fyrir í vélinni.
Mynd

Einhverjar breytingar þarf að gera í tengslum við stélhjólið.
Robart stellið sem er teiknað þarna hjá Ziroli fer úr bláu og upp í grænu stöðuna þegar það er dregið upp.
CJM stellið sem ég er með fer á milli bláu eða grænu staðanna, miðað við hvar það verður sett í vélina.
Mynd
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Gaui
Póstar: 3836
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Ziroli P-47 Thunderbolt

Póstur eftir Gaui »

Sverrir

Ég myndi reyna að láta stellið vera niðri eins nálægt skala stöðu og hægt er og gera ekki veður út af því þó það fari hærra upp í skrokkinn en hitt, nema ef það hugsanlega rekst í eitthvað mikilvægt líffæri á leið sinni þangað. Einhver millivegur á milli bláu og grænu "niðri-stöðu" væri hugsanlega bestur.

Þarftu ekki að búa til lok og láta þau lokast með stellinu þegar það fer upp?

Til að gera lokin myndi ég núna pússa balsann þar sem þau eiga að koma, þekja hann með plastfilmu og síðan leggja nokkur lög af glerfíber á hana til að fá rétt lag á lokin. Svo getur þú tekið út götin og sett stellið í áður en þú lokar vélinni að ofan. Þegar þú ert tilbúinn að gera götin rétt og setja lokin á, þá áttu efnið í lokin tilbúið og með rétta sveigju eins og skrokkurinn er.
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Gaui
Póstar: 3836
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Ziroli P-47 Thunderbolt

Póstur eftir Gaui »

Sverrir

Ég myndi ekki í þínum sporum setja servó aftast í skrokkinn. Oruustuvélar eru þekktar fyrir að vera stélþungar og þú þarft alla vega 200-300 grömm í nefið fyrir hvert 10 gramma servó í stélinu. Notaðu frekar kapla og settur servóin frammí þar sem auðvelt er að komast að þeim.

Ég myndi líka nota tog-tog víra í hliðarstýrið.
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11654
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Ziroli P-47 Thunderbolt

Póstur eftir Sverrir »

Jú, lok verður búið til og stellið sett í áður en toppurinn verður klæddur, sama aðferð verður svo notuð fyrir legghlífar á aðalgírinn.
Þrátt fyrir að servóið sjáist þarna á myndinni þá er hugmyndin sú(í augnablikinu) að þau verði talsvert framar eða svona álíka og barkarnir ná :)
Aðrar pælingar eru líka hvort það verði reynt að halda öllu innvortis eða hvort e-ð laumist út fyrir skrokkinn.
Það er líka smá hausverkur sem þarf að afgreiða, þar sem stellið fer aftur á bak þá myndi strekkjast á vírunum þegar hjólið fer upp þannig að ég þarf að taka vírana fram fyrir stellið og til baka, nema menn séu með aðrar tillögur.
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Gaui
Póstar: 3836
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Ziroli P-47 Thunderbolt

Póstur eftir Gaui »

Hve hannar svona heimskulegt sýstem?

Það eina sem mér dettur í hug í augnalokinu er að hafa gorma á vírunum sem myndu þá bæði taka af högg frá stellinu og halda strekkingu á vírunum í öllum stöðum. Hér er uppsetning úr FW 190:

Mynd
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11654
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Ziroli P-47 Thunderbolt

Póstur eftir Sverrir »

Það er annað hvort það eða athuga með að smíða nýjan arm :/
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11654
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Ziroli P-47 Thunderbolt

Póstur eftir Sverrir »

Jæja, ætli það sé ekki kominn tími til að sýna einhverjar myndir.
Um þessar mundir er ég að vinna í lúgu fyrir stélhjólið og laga mestu misfellurnar.
Gaui lýsti aðferðinni við lúgugerð á eldri þræði svo ég fer ekkert að endurtaka það heldur vísa mönnum þangað sem vilja vita meira.

Sæti fyrir stélflötin var skorið út en ekki verður gengið frá því á næstunni.
Mynd

Eitthvað í þessa áttina munu dyrnar líta út, það er plastfilma þarna yfir til að hlífa viðnum og auðvelda aðskilnað.
Mynd

Hér er fyrsta lagið af dúk komið á.
Mynd

Hér eru öll lögin komin á, ég dróg líka línurnar upp á efasta lagið en það ætti að auðvelda leikinn þegar farið verður í skurðaðgerð á stélinu.
Spurning hvort Doktorinn verði kvaddur til... ;)
Mynd

Nú fer að líða að því að stórt gat myndist þarna.
Mynd
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11654
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Ziroli P-47 Thunderbolt

Póstur eftir Sverrir »

Jæja heilt kvöld fór í mælingar og pælingar svo hægt væri að koma stélhjólinu skammlaust á sinn stað.

Hér er búið að hreinsa lúgunna.
Mynd

Hérna sést ca. hversu mikið af við þarf að fjarlægja.
Mynd

Hérna sést stélhjólið komið á sinn stað, búin var til U laga plata sem stellið situr á. Hún er svo tengd með bitum í skrokkrifin.

Mynd

Hér sést lúgan á sínum stað, að öllum líkindum verður hún skrúfuð í en það mun skýrast þegar smíðin verður komin örlítið betur áleiðis.
Mynd
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11654
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Ziroli P-47 Thunderbolt

Póstur eftir Sverrir »

Ekki mikið að gerast í augnablikinu en hérna er mynd af stélretractinu.
Mynd
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Ziroli P-47 Thunderbolt

Póstur eftir Björn G Leifsson »

[quote=Sverrir].....

Mynd

...[/quote]
Það glampar eitthvað svo á myndina að maður sér eiginlega ekki neitt... geturðu nokkuð lagað það?
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Svara