Ég klaraði stýrfurnar, setti á þær 100 gr/m
2 glerfíber og epoxý kvoðu. Þetta ætti að gera þær miklu sterkari:
Svo setti ég vélina saman upprétta. Og, já, hún er miklu stærri þannig:
Svo klippti ég 7sm braiða ræmu af áli sem var nógu löng til að ég gæti sett hana á miðjan vænginn. Ég beygði hana til og boraði göt svo hún passaði á vænginn að framan. Svo skrúfaði ég tvær skrúfur í vegginn fyrir aftan:
Aftari endann beygði ég í krók svo hann getur haldið í afturbrúnina á vængnum:
Hún er farin að líta vel út og kominn tími fyrir Sigga að taka verkið út.
Bendi var líka að ímynda sér hvernig væri að sitja í henni.
Nú þarf ég bara að skreppa niður í Litaland og ná mér í dollu af ljós-kremaðri málningu og síðan reyna að grafa sprautukönnuna upp og kveikja á loftpressunni.

Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði