Tveir tíma fóu í að maska alla parta sem þurfti að maska. Hjólin tóku langan tíma, enda þurfti marga litla búta sem fóru á milli felgunnar og dekksins.
20230822_104505.jpg (159.01 KiB) Skoðað 1910 sinnum
Svo tók ekki nema tíu mínútur að sprauta þann hluta sem snýr upp.
20230822_110922.jpg (157.96 KiB) Skoðað 1910 sinnum
Meira spraut á morgun.
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Enn er sprautað, en núna er nýr litur. Hliðarstýrið er þrílitt, rautt, hvítt og blátt. Ég var búinn að setja tvær umferðir af hvítu á það og nú kom rautt.
20230829_103129.jpg (150.27 KiB) Skoðað 1841 sinni
Síðast breytt af Gaui þann 17. Sep. 2023 14:19:37, breytt 1 sinni.
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Ég var svo ánægður með verk dagsins. Ég maskaði yfir rauða litinn og spraautaði með bláu. Þetta er svo svakalega flott að það væri bara verra ef það væri betra.
20230830_095336.jpg (127.44 KiB) Skoðað 1823 sinnum
En svo kom í ljós að ég hafði gert SMÁ skyssu: ég var alveg fullkomlega sannfærður um að rauða röndin væri að framan og sú bláa að aftan. Ég hefði átt að gá, en ég var alveg viss.
Ég haði auðvitað rangt fyrir mér. Nú þarf ég að taka klæðninguna af hliðarstýrinu, klæða upp ´nýtt og mála aftur.
Síðast breytt af Gaui þann 17. Sep. 2023 14:19:53, breytt 1 sinni.
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Tók klæðninguna af hliðarstýrinu og klæddi það aftur með eldgömlum bút af Solartex. Það virðist vera drullugt og upplitað, en þetta er Piper Cub ryk frá því ég var að sprauta með gulu fyrir nokkrum árum.
20230831_101958.jpg (139.18 KiB) Skoðað 1807 sinnum
Ég panslaði þunnt lag af parkett lakki til að fá meiri dýpt í brúna litinn og smá glans á fletina. Ég fékk hugmyndina að þessu hjá Captain Rob á RC Model Geeks a YouTube.
20230831_105941.jpg (142.74 KiB) Skoðað 1807 sinnum
Síðast breytt af Gaui þann 17. Sep. 2023 14:20:09, breytt 1 sinni.
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Setti ræmur af dúk og tauma af lími til að líkja eftir saumum. Svo sprautaði ég hliðarstýrið fallega hvítt. Á morgun verða rautt og blátt sett á rétta staði.
20230901_094911.jpg (114 KiB) Skoðað 1800 sinnum
Síðast breytt af Gaui þann 17. Sep. 2023 14:24:07, breytt 1 sinni.
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.