Gunni ákvað að fá sér bensínmótor í Ultra Stik. Nafni hans hafði bent á ákveðinn mótor hér á spjallinu og Gunna leist svo vel á að hann ákvað að skella sér á eins og eitt eintak.
Pantaður á föstudaginn var og kom í tollinn í gær(fimmtudag), ekki slæmt alla leið frá Asíu.
Umbúðirnar líta þokkalega vel út.
Innihaldið er svo sem ekki verra.
Gunni virðist sáttur. Nokkuð nettur mótor miðað við 26 bensínmótor.
Fyrst var að skipta vinnusvæðinu upp í nokkra hluta.
Svo var það sniðið til.
Því næst lóðaði ég 150 ohm 1/4W viðnám á ljósdíóðurnar.
Nokkru síðar!
Lítur sæmilega út.
Var eitthvað utan við mig og lagði þetta svona niður fyrst í stað. :/
Leiðrétti það í snarheitum.
Það er smá lím á díóðunni neðst til hægri, því virðist hún ekki jafn björt.
Og hér sést þetta á þeim slóðum sem ég hugsaði það, myndin var tekin með flassi.
Re: Smíðakvöld hjá Guðna Vigni
Póstað: 14. Apr. 2009 21:53:41
eftir Sverrir
Hvað eru strákarnir eiginlega að gera?
Re: Smíðakvöld hjá Guðna Vigni
Póstað: 14. Apr. 2009 23:25:23
eftir Björn G Leifsson
[quote=Sverrir]Hvað eru strákarnir eiginlega að gera? ...[/quote]
Eeeeh.... setja nýja hnífa í sláttutrakorinn. Hvað annað?
Re: Smíðakvöld hjá Guðna Vigni
Póstað: 14. Apr. 2009 23:35:41
eftir Eysteinn
hummm... já, athuga hvort hægt sé að fljúga sláttuvélinni
Re: Smíðakvöld hjá Guðna Vigni
Póstað: 14. Apr. 2009 23:54:41
eftir Sverrir
[quote=Björn G Leifsson]Eeeeh.... setja nýja hnífa í sláttutrakorinn. Hvað annað?[/quote]
Næstum því, þeir voru að fjarlægja gömlu hnífana.
[quote=Eysteinn]hummm... já, athuga hvort hægt sé að fljúga sláttuvélinni [/quote]
Reyndum það síðasta sumar, hún þarf stærri mótor eða léttari sláttumenn.
Re: Smíðakvöld hjá Guðna Vigni
Póstað: 15. Apr. 2009 08:04:27
eftir Björn G Leifsson
Talandi um það, hvern langar í fljúgandi sláttuvél. Kem ekki til með að fá tíma til að setja hana saman þetta árið heldur.