Ég var að fá í hendurnar í vikunni 143ju pöntunina frá Hobbyking, enn einn Quadcopterinn
http://www.hobbyking.com/hobbyking/stor ... duct=53874
sem var með sendingu innifalinni eins og quaddar frá Walkera virðast vera (For a limited time only, this item is being shipped for FREE) Þessi limited time byrjað sl haust þegar ég pantaði þann fyrsta. :rolleyes:
Þessi kom með Fedex, afhendur milli aðgerða á spítalanum, tollpappírar og allt frágengið, þann 29. apríl.
Pöntunin var gerð 19. apríl og þeir segjast hafa sent það frá sér 23. apríl. Svo ég er ánægður með þann hraða.
Annars er ég ekki búinn að fá 142ra sendinguna sem ég pantaði degi fyrr og þeir segjast hafa sent 23. en er rólegur enn, enda ekki komist enn til að testa hina græjuna. Enda ber þess að geta að allar 142 sendingarnar sem komnar eru frá kóngunum hafa komið á endanum, sumar þó seint, sérstaklega eftir að Fiji-ævintýrið byrjaði.
Keep
Gunni Binni