Í fyrsta lagi, þá hef ég undanfarin ár notað allar gerðir hnífa sem seldar eru til að skera allt frá balsa uppí (oníi ??) koparrör og allt þar á milli. Ég hef yfirleitt hrokkið til baka á X-acto blöð nr. 11 eftir að prófa eitthvað annað. Núna á þessum tímum einnota menningar eru einnota hnífar af dúkahnífagerðinni mjög algengir, en ég hef ekki getað notað þá vegna þess að þeir þola bara ekki neitt -- það er, hnífarnir sjálfi, ekki blöðin.
En núna er ég buinn að finna besta hnífinn og það var Guðmundur vinur minn Haraldsson sem sýnid mér hann fyrst. Þetta er hnífur eins og þessir einnota, nema að hann er úr ryðfríu stáli. Það hefur verið hægt að fá þá undir nafni Stanley, en síðast um daginn fann ég þá í Litalandi undir nafninu MetalSlim. Þeir kostuðu 590 krónur.

Ég veit að maður getur keypt sex einnota fyrir sama verð, en ef ég treysti ekki hnífnum til að halda blaðinu, þá vil ég freka eyða smá peningi til að fá það sem ég þarf.
Hitt sem ég ætlaði að nefna er að um daginn datt mér í hug að kíkja inn á málmsmíðaverkstæði og athuga hvort þeir ættu ekki eitthvað af stálbútum sem ég gæti fenið og notað sem farg. +Eg fékk helling af þeim. Þeir voru allir á milli 5 og 15 sm langir og mismunandi þykkir og breiðir. Þegar ég skellti þeim á vigtina kom í ljós að þeir eru á milli 300 og 1500 grömm, mun þyngri en ég gerðiu ráð fyrir.

Fyrir utan þetta augljósa, að nota þessa búta sem farg, þá kom strax í ljós önnur notkun á þeim. Þar sem öll horn á þeim eru rétt, þá má nota þá til að raða t.d. vængrifjum á bita þannig að þau séu rétt:

Prófið að fara inn á næsta málmsmíðaverkstæði og athuga hvort þeir eru ekki með svona stutta búta af alls konar stáli og prófílum sem þeir myndu henda annars. Ef þið segið frá til hvers þið ætlið að nota þetta, þá er aldrei að vita nema þið finnið fyrir laumuflugáhugamenn sem vilja ólmir gera ykkur greiða.