Síða 1 af 2
Re: Tengi fyrir rafmagnsmótora ???
Póstað: 20. Jún. 2005 14:09:25
eftir Agust
Ég er að leita að tengjum til að tengja AXI 3ja fasa burstalausan rafmangnmótor við hraðastýringu. Oft eru notuð nett sívöl gullhúðuð tengi. JETI hraðastýringin mín er með 3,5 mm hulsum, en ég hef séð í verðlistum 2,0, 3,5 og 4,0mm tengi.
Myndirnar hér fyrir neðan eru frá Tower Hobbies
Hefur einhver rekist á svona tengi hér á landi?
Með kveðju
Ágúst

Re: Tengi fyrir rafmagnsmótora ???
Póstað: 20. Jún. 2005 15:39:08
eftir Sverrir
Hefurðu e-ð kannað hvað fæst í Íhlutum, geri reyndar ráð fyrir því

Annars vantar mig svona líka þannig að það er kannski spurning um að slá saman.
Re: Tengi fyrir rafmagnsmótora ???
Póstað: 20. Jún. 2005 15:47:04
eftir Agust
Ég er búinn að tala við Eyþór í Íhlutum og Einar í Miðbæjarradíó. Þeir eiga ekkert sem líkist þessu.
Re: Tengi fyrir rafmagnsmótora ???
Póstað: 20. Jún. 2005 16:14:20
eftir Sverrir
Grunaði ekki gvend

Re: Tengi fyrir rafmagnsmótora ???
Póstað: 21. Jún. 2005 00:11:05
eftir Ingþór
Hvað með bílradíó búðirnar? Nesradíó, Bílabúð Benna eða Aukaraf
Re: Tengi fyrir rafmagnsmótora ???
Póstað: 21. Jún. 2005 08:46:36
eftir Agust
Ég dreif í að panta fáein stykki frá Overlander Batteries
http://www.overlander.co.uk í Englandi
Re: Tengi fyrir rafmagnsmótora ???
Póstað: 21. Jún. 2005 20:39:09
eftir HjorturG
Við eigum tvo svona Axi mótora og við notum bara Deans ultra connector. Virkar bara mjög vel...
Getur líka keypt svona connectors á
www.abellrc.com
Re: Tengi fyrir rafmagnsmótora ???
Póstað: 21. Jún. 2005 21:19:29
eftir Björn G Leifsson
AbellRC eru, fyrir utan Deans plöggin sem Hjörtur sýndi, með þessa connectors sem ágúst spyr um í 1.8, 2.5 og 3.5 mm á $9 til $ 9.8 fyrir settið af þremur. Það eru líka til Deans 3-pin tengi sem ég veit ekki hvað geta borið mörg amper en kosta ekki nema $2 stykkið.
Hef pantað tvisvar frá þeim og fengið dótið innan fimm daga þó þeir séu alla leið uppi í Montana fylki. Ágætt verð á Hitec servóum hjá þeim og þeir eru með alls konar gott og sniðugt dót, sumt sem þeir framleiða sjálfir, meðal annars bensínbrúsa með dælu sem sagðir eru mjög góðir og eina bestu frauðplast-3D vélina, Adrenaline.
Vildi að ég gæti tekið út dót hjá þeim fyrir þessa auglýsingu

Re: Tengi fyrir rafmagnsmótora ???
Póstað: 21. Jún. 2005 21:22:18
eftir Björn G Leifsson
Forresten,,,, talandi um sendingar. Er einhver sem hefur pantað frá Tower eftir að þeir breyttu um sendil? Það tók rúmar þrjár vikur fyrir mitt dót að koma þaðan fyrri nokkru.
Re: Tengi fyrir rafmagnsmótora ???
Póstað: 23. Jún. 2005 14:39:35
eftir Agust
Hvernig ætli standi á því að sendingar með flugpósti frá USA eru yfirleitt svona ótrúlega lengi á leiðinni. Það tekur nokkrar vikur að fá sendingar frá Tower eða Hobby-Lobby. Það tekur jafn margar vikur frá USA og daga frá UK.
Nú eru nokkur flug daglega ti Bandaríkjanna, þannig að mér er þetta óskiljanlegt. Getur verið að vörurnar liggi einhvers staðar í pakkhúsi ytra?