
Draumavélin hans Tomma
Draumavélin hans Tomma
Ég er a byrja að smíða flugmódel fyrir hann Tómas Jónsson, módel af flugvél sem hann hefur dreymt um í mörg ár, eiginlega síðan hann var lítill gutti. Hér er mynd af hluta hennar. Hver getur upp á hvaða flugvél þetta er?


Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Re: Draumavélin hans Tomma
Stélkamburinn er frekar einfaldur og lamirnar bara krossviðartungur sem taka við teini sem stungið er niður í kambinn. Hér er annað skinnið komið á kambinn og þá verða tungurnar að fara í.
Hér er svo kamburinn og hliðarstýrið komin saman og formuð að mestu. Hugsanlega þarf að pússa eitthvað smá, en það verður bara síðar.
Beygjuradíusinn alves snyrtilegur.

Hér er svo kamburinn og hliðarstýrið komin saman og formuð að mestu. Hugsanlega þarf að pússa eitthvað smá, en það verður bara síðar.
Beygjuradíusinn alves snyrtilegur.

Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Re: Draumavélin hans Tomma
Hér er kominn hálfur stélflötur:


Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Re: Draumavélin hans Tomma
Nú er stélflöturinn orðinn tvöfaldur, svo það er tími til að setja hæðarstýrin saman.
Hérna er efnið sem þarf í hæðarstýrin (eða þannig)
Allur balsinn kominn á sinn stað.
Það er ótrúlegt hvað það myndast mikið ryk þegar 1,5mm balsi er pússaður niður.
Ég get ekki klárað stýrin fyrr en búið er að setja stélið á skrokkinn, svo þá er bara að snúa sér að næsta parti.

Hérna er efnið sem þarf í hæðarstýrin (eða þannig)
Allur balsinn kominn á sinn stað.
Það er ótrúlegt hvað það myndast mikið ryk þegar 1,5mm balsi er pússaður niður.
Ég get ekki klárað stýrin fyrr en búið er að setja stélið á skrokkinn, svo þá er bara að snúa sér að næsta parti.

Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Re: Draumavélin hans Tomma
Það er þó nokkur fjöldi vængrifja í þessari vél. Ég er búinn að vera í allan dag að skera þau út.
Dökku stykkin hæra og vinstra megin við vængrifin eru mótorfestingarnar. Þær þurfa að koma á miðjuvænginn á meðan honum er raðað saman.

Dökku stykkin hæra og vinstra megin við vængrifin eru mótorfestingarnar. Þær þurfa að koma á miðjuvænginn á meðan honum er raðað saman.

Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Re: Draumavélin hans Tomma
Eftir erfitt kvef er ég aftur byrjaður á Þristinum hans Tomma. Hér er ég að raða rifjunum á vængmiðjuna:
Nú vantar mig bara tvo mótora til að geta klárað mótorfestingarnar.

Nú vantar mig bara tvo mótora til að geta klárað mótorfestingarnar.

Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Re: Draumavélin hans Tomma
Þá heldur Vængmiðjan á Draumavélini hans Tomma áfram. Hér er afturbrúnin komin á til að verja rifin of klæðningin til hliðar að festast í öllu líminu sem ég sullaði á rifin.
Hér sést að ég setti vef á milli rifjanna þó að teikning og leiðbeiningar hafi ekki farið fram á slíkt. Þetta styrkir bara vænginn, og ekki veitir af.
Hér er frambrúnarklæðningin komin á og framparturinn á vængnum myndar lokað D-box. Það ætti að koma í veg fyrir að vængmiðjan geti undist (vonandi) þó að botklæðningin sé ekki komin á alveg strax.

Hér sést að ég setti vef á milli rifjanna þó að teikning og leiðbeiningar hafi ekki farið fram á slíkt. Þetta styrkir bara vænginn, og ekki veitir af.
Hér er frambrúnarklæðningin komin á og framparturinn á vængnum myndar lokað D-box. Það ætti að koma í veg fyrir að vængmiðjan geti undist (vonandi) þó að botklæðningin sé ekki komin á alveg strax.

Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Re: Draumavélin hans Tomma
Ég er byrjaður að skera út skrokkrifin. Það eru 21 rif, svo að þessi 11 eru um það bil helmingurinn.


Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Re: Draumavélin hans Tomma
Nú get ég byrjað að raða skrokknum saman. Ég ætla að smíða skrokkinn heilan, ekki hluta hann í tvent eins og teikningin sýnir. og þess vegan byrja ég á að skera út balsabretti sem er eins í laginu og kjölurinn undir skrokknum. Þetta undirlag, eða skorður lími ég á beint og slétt smíðabretti. Hér er kjölurinn líka kominn á: honum er haldið á sínum stað með límböndum.
Svo er hægt að raða rifjunum á. Ég byrja á miðjum skrokknum yfir vængnum, því þar eru hliðarnar alveg samsíða. Þegar búið er að líma þessi rif föst ætti grindin að vera nokkuð stíf. Ef ekki, þá set ég skástífur á hana til öryggis á meðan ég raða restinni af rifjunum á.

Svo er hægt að raða rifjunum á. Ég byrja á miðjum skrokknum yfir vængnum, því þar eru hliðarnar alveg samsíða. Þegar búið er að líma þessi rif föst ætti grindin að vera nokkuð stíf. Ef ekki, þá set ég skástífur á hana til öryggis á meðan ég raða restinni af rifjunum á.

Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði