Í upphafi:
Egon Scheibe hafði smíðað svifflugur í yfir 40 ár þegar hann hannaði og framleiddi SF-28A tveggja sæta tandem (einn fyrir aftan annan – ekki til gott orð á íslensku) mótorsvifflugu og notaði hana til að taka þátt í Þýskalandskeppni í mótorsvifflugi árið 1977.
Áberandi atriði í hönnun þessarar mótorsvifflugu er staðsetning flugmannsklefans fyrir ofan vænginn, en fremri flugmaðurinn situr í línu við frambrún vængsins en aftari flugmaðurinn situr ofan á vængbitanum. Hún er hönnuð upp úr Bergfalke og Falke svifflugunum og átti að vera valkostur við SF-25C og SF-25E, þar sem flugmennirnir sitja hlið við hlið.
Skrokkurinn er samsettur úr stálrörum og klæddur með dúk með hefðbundið stél úr tré og risastóran glugga úr plasti. Hjólastellið er eitt dekk, sem ekki er inndraganlegt ásamt tveim stuðningshjólum á nælon leggjum undir miðjum væng og stýranlegu stélhjóli, sem er tengt í hliðarstýrið. Vængirnir eru með einn vængbita og eru smíðaðir úr tré og dúk. Á þeim eru síðan loftbremsur á efra yfirborði.
Mótorinn í þessari mótorflugu var 48.5 kV (65 hp) Limbach SL 1700 E: umbreyttur Volkswagen mótor sem knúði tveggja blaða spaða sem hægt var að snúa (skiptiskrúfa).
Tandem-Falke mótorflugan hafði ágæta svifeiginleika og árið 1977 setti Peter Ross Englandsmet í flugi mótorfluga á einni slíkri.
Tölulegar upplýsingar:
vænghaf 16,3 m
lengd 8,1 m
hæð 1,55 m
vængflötur 18,35 m²
vænghlutfall 14,5
vængprófíll Göttingen 533
tómaþungi 400 kg
hámarksþungi 590 kg
hámarkshraði 90 km/klst.
ofrishraði 62 km/klst.
hámarks rennigildi 27 við 95 km/klst.
lágmarks fallhraði 0,9 m/sek. við 70 km/klst.
hreyfill: Limbach SL 1700 EA1, 48,5 kW (65 hestöfl)
flugtaksbrun 180 m
flugdrægi 500 km
Tandem Falke á Íslandi:
Svifflugfélag Íslands keypti SF-28A Tandem Falke, TF-SAA, nýja til landsins vorið 1974, og var hún fyrsta mótorsvifflugan skrásett á Íslandi. Leifur Magnússon hafði í maí 1974 heimsótt danskan svifflugklúbb á Gorlöse, og farið í formleg tékkflug á SF-28A með Per Weishaupt, framkvæmdastjóra Kongelig Dansk Aeroklub. Hann flaug íslensku mótorflugunni því í fyrsta fluginu hér, 5. júlí 1974, og í kjölfar þess tékkaði út 14 félaga í SFÍ á þessa tegund.

- 1788800.jpg (132.18 KiB) Skoðað 8905 sinnum
Ég held að þetta sé liturinn sem var á TF-SAA þegar hún kom til landsins.
Þann 28. júní 1994 skemmdist TF-SAA nokkuð í flugtaki við Stúfholt, Rangárvöllum, en flugmaðurinn slapp ómeiddur. Í júní 2001 var hún afskráð hjá Flugmálastjórn Íslands, og seld til Bandaríkjanna, þar sem hún var endurskráð sem N14KG. Hún fórst þar 17. ágúst 2006.

- TF-SAA.jpg (100.8 KiB) Skoðað 8905 sinnum
Þetta er að líkindum liturinn sem TF-SAA fékk eftir viðgerð 1994 til 1995.
Heimildir:
Scale Soaring UK, upplýsingasíða á vef:
https://scalesoaring.co.uk/scheibe-sf- ... 1971-docs/
Leifur Magnússon, 2012, Renniflugur og svifflugur á Íslandi árin 1931-2011, óútgefið rit á .PDF formi, sótt á vef:
https://frettavefur.net/Skjol/SvifflugurIslandi.pdf
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði