Ég á einn forláta OS .91 FSII-P (0,91 rúmtommu fjórgengisvél með eldsneytispumpu) sem mér þykir ákaflega vænt um.

Hann er ég nú búinn að setja í Edge 540 (Protech) sem ég er búinn að gera upp, nokkurs konar "ókeypisvél" því ég var eiginlega búinn að afskrifa hann eftir bæði brotlendingu og bílskúrsslys. Ég tímdi þó ekki að henda brakinu og nú er það sem sagt komið saman aftur í (vonandi) flughæft ástand.
Nú... ég er búinn að koma mótórnum fyrir með öllum kúnstum og kynjum og kem honum svo í stuttu máli,,, ekki í gang.
Vandleg greining á vandamálinu leiðir í ljós að pumpan pumpar en það virðist ekki komast eldsneyti áfram gegnum blöndunginn nema smávegis þegar ég opna nálina upp á gátt 5-6 snúninga.
Mig grunar að annaðhvort sé pumpan slök eða regúlatórinn bilaður eða bæði þvi ég er búinn að taka sundur og hreinsa gegnum allt kerfið og skoða þetta í bak og fyrir. Meira að segja búinn að taka regúlatorinn í sundur og blaðkan í honum virðist heil svo og gormarnir.
Pumpan er lokuð eining sem þarf að skipta út í heilu lagi.
Einnig búinn að skipta út öllum slöngum og stilla ventla og hvaðeina.
Pumpa og regúlator er svo sem til hjá Tower hobbies en kostar heila $57 fyrir pumpuna og $60 fyrir karbatorhús með samsettum regúlator.
Einhver sem hefur reynslu af þessu að miðla mér eða amk góð ráð áður en ég gefst upp og panta dýrindin?

