Síða 1 af 1
Re: Rafmögnuð stemmning
Póstað: 16. Júl. 2005 13:30:55
eftir Sverrir
Jæja þá er komið sér pláss fyrir rafmagnsumræður.

Re: Rafmögnuð stemmning
Póstað: 21. Júl. 2005 18:43:06
eftir Agust
Sæll Sverrir og þakka þér fyrir að opna þessa nýju stofu á geðdeildinni.
Re: Rafmögnuð stemmning
Póstað: 9. Des. 2005 18:38:06
eftir Sverrir
Er ekki nóg um að vera annars staðar þessa dagana
Það sem þarf fyrst og fremst að skoða er hversu þung vélin er og hvaða blöndu af mótor og rafhlöðum þú þarft til að koma henni í loftið miðað við það.
Til að aflgjafinn(mótor og batterí) vegi sem minnst þá er ágætt að skoða t.d. brushless mótora og lipo rafhlöður en sú blanda er dýrari.
Mótorar og rafhlöður með mismunandi stærðum af spöðum toga mis mikið og eyða rafmagninu mis hratt.
Ef þú ert alvarlega að spá í að versla þér rafmagnsbúnað þá væri ágætt að hafa samband við einhverja af þeim verslunum sem sérhæfa sig í þannig útbúnaði og athuga með hverju þeir mæla miðað við hvaða/hvernig módel þú ert með.
Re: Rafmögnuð stemmning
Póstað: 9. Des. 2005 18:39:41
eftir Ingþór
Hvernig módel ert þú með sem þú vilt rafmagnsvæða Jóhann?