Ég lenti í því að kínverjinn sem bjó til hallastýrin hefur fengið sér hrísgrjónavín í morgunmat og hafði sett krossviðarplötun til að festa controlhornið í einu rifi of langt, á báðum! Því var reddað á Grísará.
Einhverra hluta vegna er vængrörið með tregðu og mjög erfitt að koma því í vængina og gegnum skrokkinn. það tekur það mikla krafta að ég er við það að brjóta eitthvað.
spurning um annaðhvort kertavax eða grafít duft á rörið? ég þoli ekki þegar maður hálf mölvar þetta dót við að þræða ýmist rörið í skrokkinn eða vænghlutana á rörið...
Kertavax, grafít duft eða uppþvottalög, ég á uppþvottalög, svínvirkar hann? Fer hann illa með rifin/balsa? trefjadúkurinn sem myndar hólkinn í vængjunum er ekki þéttur, það eru göt hér og þar
uppþvottalögurinn hefur þann skemmtilega eiginleika að "þorna" prófiði bara að geyma smá slettu á eldhúsborðinu hjá ykkur og sjáið hvernig hann fer.. hann er góður þegar hann er fljótandi í ansi marga "ídrætti" en þó ekki alla
Það er náttúrulega með allann balsa eða við sem fer í flugvélar að hann má helst ekki blotna,
nema það sé með ráðum gert, t.d. þegar þarf að beigja hann að rétta við.
Þú verður að fara varlega með uppþvottalauginn og ekki sulla honum út um allt.