Síða 1 af 1
Re: Radarmældur á 888 km/klst eða þannig
Póstað: 28. Mar. 2008 20:37:16
eftir Sverrir
Re: Radarmældur á 888 km/klst eða þannig
Póstað: 29. Mar. 2008 10:20:50
eftir kip
bara snilld
Re: Radarmældur á 888 km/klst eða þannig
Póstað: 29. Mar. 2008 13:21:15
eftir Árni H
Hehe - gaman að svona atvikum

Re: Radarmældur á 888 km/klst eða þannig
Póstað: 29. Mar. 2008 15:28:37
eftir Gaui
Eitthvað svipað ku hafa gerst á Hringbrautinni í Reykjavík í árdaga radarmælinga þar, þega lögreglan stoppaði mann fyrir að aka á yfir 120 km hraða í áttina að Þjóðminjasafninu. Sá harðneitaði, en lögreglumennirnir gáfu sig ekki fyrr en maðurinn henti í þá lyklunum að bílnum og heimtaði að þeir reyndu að koma druslunni í 120. Þegar þeir fóru að skoða bílinn nánar kom í ljós að það var ekki minnsti möguleiki að gera það og sagan endaði á því að þeir klipptu númerin af honum á staðnum vegna þess að hann hafði ekki farið í skoðun í mörg ár.
Það sem radarinn var að mæla kom fram aftur, því hann sýndi allt í einu 120 km hraða án þess að neinn bíll væri nálægur, enda kom þá lítil Cessna inn til lendingar á sama tíma.
Önnur saga segir frá vörubílsstjóra sem var að koma vestan af landi og þegar hann nálgast Ártúnshöfðan fékk hann kvöldsólina beint í andlitið, svo hann hægði verulega á sér og horfði svo bara beint niður á veginn og vegkantinn sem hann notaði til að fara ekki útaf. Allt í einu kom á eftir honum löggubíll með blikkandi ljós sem heimtaði að hann stoppaði.
Bílstjórinn sagði þeim að hann hefði alls ekki verið að brjóta nein lög -- hann hefði þvert ámóti ekið afar varlega. En löggumennirnir skömmuðu hann hátt og lágt fyrir að hafa ekki séð radarinn sem stóð á stöng í vegarkantinum, og bara valtað hægt og rólega yfir hann!