Síða 1 af 1

Hleðslutæki fyrir Lipo batterý

Póstað: 1. Maí. 2022 22:10:17
eftir Nonni
Daginn.

Hvernig hleðslutæki mælið þið með til að hlaða Lipo batterý ?
Og einnig, eru þið með hleðslutæki á ykkur þegar þið eruð á vellinum, eða komið með tonn af hlöðnum batterýum ?

Kveðja, Jón

Re: Hleðslutæki fyrir Lipo batterý

Póstað: 2. Maí. 2022 10:56:00
eftir Sverrir
Bara þeim sem virka! ;)

Það er misjafnt hvað menn gera á vellinum, fyrir flest venjulega kvöld þá lætur maður kannski 3 pakka duga en ef það er lengra úthald þá er hleðslutækið með í för og skellt inn á rafhlöðurnar á milli fluga.

Heyrðu í Jóni V. Pé hann á örugglega til fínt tæki handa þér, sími 895 7380.

Re: Hleðslutæki fyrir Lipo batterý

Póstað: 2. Maí. 2022 12:07:45
eftir lulli
Sæll Jón.
Kannski ein gagnspurning fyrst, hvaða cellufjölda þú ert að vinna með og hvort það sé prop eða edf (edf eru straumfrek)

Jæja, gefum okkur að þú sért með 3-6 cellu prop .þá er 250w og yfir að gera góða hluti og ef þú mætir með 3 x lipo hlaðnar rafhlöður á völlinn geturðu haldið út allan daginn td ein sé í loftinu ein í kælingu og ein í hleðslu - að því gefnu að rafgeymirinn í bílnum þínum sé heilsuhraustur.

Fyrir smæri rafhlöður td 2-3 cellur og ekki mörg Amp þá eru til sniðug hleðslutæki sem taka nokkur batterí í einu.

Nafni þinn hérna á spjallinu átti til nokkur hleðslutæki ,ný í kassanum síðast þegar ég vissi @Jón V áttu ekki eitthvað sniðugt?...

Re: Hleðslutæki fyrir Lipo batterý

Póstað: 7. Maí. 2022 10:48:49
eftir Nonni
Takk fyrir svörin.
Skrapp til Jóns og fékk tæki :)