Mors - 8.október 2022 - F3F HM 2022, dagur 6
Póstað: 8. Okt. 2022 14:54:49
Það voru enn stöku dropar á ferli þegar við fórum á fætur en brekka dagsins var Mors og kannski vel við hæfi að ljúka mótinu á sama stað og við hófum það. Veðurspáin var frekar hófstillt 6-10 m/s og líkur á skúrum á stöku stað. Það gekk líka eftir og þurfti fjórum sinnum að gera hlé í nokkrar mínútur á 17. umferð á meðan að mestu droparnir fóru hjá.
Strákarnir enduðu þetta með sínum besta árangri en Sverrir varð í 26. sæti í 17. umferð og Elli varð í 49. sæti í 18. umferð sem eru þeirra bestu sæti í keppninni í ár. Guðjón átti best 36. sæti sem hann náði í 6. umferð.
Strákarnir enduðu þetta með sínum besta árangri en Sverrir varð í 26. sæti í 17. umferð og Elli varð í 49. sæti í 18. umferð sem eru þeirra bestu sæti í keppninni í ár. Guðjón átti best 36. sæti sem hann náði í 6. umferð.