Frábært flugkvöld mikið flogið og Futaba 10J fjarstýringin hans Gústa fékk nýjan eiganda. Allt gekk vel utan eitt óhapp sem fór betur en áhorfðist í fyrstu. það var aðeins farið að skyggja klukkan að ganga átta um kvöldið, þegar próflaus fjarflugmaður missti sjónar og síðan í framhaldinu missti líka alla stjórn á flugi flugmódelsins, en bjargaði örugglega miklu að slökkva á mótor.
Skipulögð leit var gerð og flygildið fannst síðan krassað 700 metrum frá flugtaki á Hamranesflugvelli, hátt upp á Hamranesinu norð-vestan við Bleiksteinsháls, ( sem er vinsæll hangflugsstaður mikið notaður af F3F svifflugsmönnum, í S og SV vindáttum ) og handan við Hamranes háspennu möstrin 1 og 2, með alls sjö háspennu 220,000 V raflínur sem liggja til Álversins í Straumsvík, og það var ekki langt í byggðina á Völlunum.
En blessuð Lúpínan hávaxna bjargaði því síðan að skemmdir urðu óverulegar á flugmódelinu við krassið.,
Flugkvöld Hamranesi 13. september 2023
Flugkvöld Hamranesi 13. september 2023
- Viðhengi
-
- 4) Krass Hamranesi.PNG (454.12 KiB) Skoðað 670 sinnum
-
- 3) Krass Hamranesi.PNG (482.95 KiB) Skoðað 670 sinnum
-
- 2) Krass Hamranesi.jpeg (326.6 KiB) Skoðað 670 sinnum
-
- 1) Krass Hamranesi.jpeg (331.29 KiB) Skoðað 670 sinnum
Síðast breytt af Böðvar þann 17. Sep. 2023 00:05:29, breytt 4 sinnum.
Re: Flugkvöld Hamranesi 13. september 2023
Séð af hæðinni " hinumeginn" og Böðvar að koma með vélina til baka
- Viðhengi
-
- 20230913_194811_compress10.jpg (449.2 KiB) Skoðað 562 sinnum
-
- 20230913_195204_compress33.jpg (452.54 KiB) Skoðað 562 sinnum
Re: Flugkvöld Hamranesi 13. september 2023
Nafnlausi fjarflugmaðurinn hér í þessu innleggi á við okkur alla módel flugmenn.
Við allir höfum lent í smá óhöppum eða krössum í þessu skemtilega flugsporti okkar gegnum áratugina. Lang oftast bara smá skrámur á módelinu upp í krass og módelið ónýtt. Við höfum verið heppin þótt stundum hafi hurð skollið nærri hælum. Það hefur þó komið fyrir það alvarlegt óhapp að hóptrygging módelfélags hefur þurft að greiða tjón vegna módelsflugs.
Öryggi okkar flugmódelmanna varðandi tryggingamál breyttist við reglugerð nr. 990/2017 sem þið getið fundið með Google.
Í dag er próflaus fjarflugmaður að fljúga á sinni eigin ábyrgð, og skaðabætur geta verið töluverðar ef flugmódelið flýgur á hluti og veldur tjóni og mun hærri skaðabætur að valda alvarlegu, slysi á fólki.
Tryggingafélög okkar getur neitað að greiða tjón sem við völdum með flugi okkar ef við höfum ekki farið að settum reglum og lögum.
Nákvæmlega eins og ef ökumaður bíls sem veldur slysi og hefur brotið umferðarlög situr uppi með tjónið.
Ég hvet því alla flugmódelmenn að fara nú inn á Samgöngustofu og greiða kr. 5,500 og náið í námsgögnin og lesið. Takið síðan krossaprófið, og megið taka það eins oft og þið þurfið til að svara minnst 75% rétt. OG ÞIÐ ERUÐ Í GÓÐUM MÁLUM
Við allir höfum lent í smá óhöppum eða krössum í þessu skemtilega flugsporti okkar gegnum áratugina. Lang oftast bara smá skrámur á módelinu upp í krass og módelið ónýtt. Við höfum verið heppin þótt stundum hafi hurð skollið nærri hælum. Það hefur þó komið fyrir það alvarlegt óhapp að hóptrygging módelfélags hefur þurft að greiða tjón vegna módelsflugs.
Öryggi okkar flugmódelmanna varðandi tryggingamál breyttist við reglugerð nr. 990/2017 sem þið getið fundið með Google.
Í dag er próflaus fjarflugmaður að fljúga á sinni eigin ábyrgð, og skaðabætur geta verið töluverðar ef flugmódelið flýgur á hluti og veldur tjóni og mun hærri skaðabætur að valda alvarlegu, slysi á fólki.
Tryggingafélög okkar getur neitað að greiða tjón sem við völdum með flugi okkar ef við höfum ekki farið að settum reglum og lögum.
Nákvæmlega eins og ef ökumaður bíls sem veldur slysi og hefur brotið umferðarlög situr uppi með tjónið.
Ég hvet því alla flugmódelmenn að fara nú inn á Samgöngustofu og greiða kr. 5,500 og náið í námsgögnin og lesið. Takið síðan krossaprófið, og megið taka það eins oft og þið þurfið til að svara minnst 75% rétt. OG ÞIÐ ERUÐ Í GÓÐUM MÁLUM