Arnarvöllur - 22.október 2023
Póstað: 22. Okt. 2023 19:41:17
Alltaf gaman þegar áætlanir ganga upp en við fórum að tala okkur saman í lok vikunnar að hittast og taka flug í dag. Veðurspáin fór batnandi dag frá degi og þó keyrt væri í rigningu úr Reykjavík og alveg upp á Grindavíkurafleggjara þá var talsvert léttara yfir og hætti að rigna á leiðinni niður að Seltjörn. Nokkrir dropar sáust þó fyrsta klukkutímann en ekkert sem hafði áhrif á neitt. Svo var komið fínasta haustveður eftir það, bjart og fagurt.
Guðni var á myndavélinni og fáum við örugglega að njóta þeirra við tækifæri.
Maggi og Örn að koma sterkir inn í þoturnar.
Stórglæsileg nýja F-15 vélin hans Guðna.
Bekkurinn var vel mannaður!
Futura er alltaf jafn ljúf.
Guðni var á myndavélinni og fáum við örugglega að njóta þeirra við tækifæri.
Maggi og Örn að koma sterkir inn í þoturnar.
Stórglæsileg nýja F-15 vélin hans Guðna.
Bekkurinn var vel mannaður!
Futura er alltaf jafn ljúf.