24.júlí og 25.júlí 2023 - Rødekro - Heimsmeistaramótið í F3B
Póstað: 3. Jan. 2024 22:00:38
Eftir að vera orðinn langþreyttur eftir einhverju hangi í sumar ákvað ég að skella mér í smá hangferð til Danaveldis seinni hluta júlímánaðar. Svo skemmtilega vildi til að heimsmeistaramótið í F3B var í gangi á sama tíma svo ég leit við í tvo daga og greip í nokkrar skeiðklukkur og bjöllur í leiðinni ásamt því að taka smá margmiðlunarefni.
Alltaf smá upplifun að kíkja á þá sem eru á toppnum í sinni grein og þarna var engin undatekning, hraðaflugin að nálgast 11 sekúndurnar, öll tímaflugin nánast 10 mínútur með lendingu á punktinum og fjarlægðarflugin mörg hver yfir 20 leggi.
Alltaf smá upplifun að kíkja á þá sem eru á toppnum í sinni grein og þarna var engin undatekning, hraðaflugin að nálgast 11 sekúndurnar, öll tímaflugin nánast 10 mínútur með lendingu á punktinum og fjarlægðarflugin mörg hver yfir 20 leggi.