Síða 1 af 1
Grunnur og málning fyrir foam flugvél.
Póstað: 3. Feb. 2024 18:48:11
eftir PKP
Góðan dag
Er einhver hérna sem getur leiðbeint mér hvort seldur er á Íslandi góður grunnur og málning með góða viðloðun við epo foam flugvél.
Takk fyrirfram
Pétur P.
Re: Grunnur og málning fyrir foam flugvél.
Póstað: 3. Feb. 2024 20:37:31
eftir maggikri
Sæll
Ég hef notað ýmislegt á foam vélar hvort sem það eru innivélar með Depron eða EPO og útivélar úr EPO. Innivélarnar geta verið með hverju sem er en mest með vatnsmálningu eða akryl og (airbrush málningu sem hægt er líka að setja á með svampi).
viewtopic.php?t=2748&start=50
Ég er búinn að setja ýmsar tegundir af málningu á þetta Epo dæmi með ágætisárangri. Nýlega notaði ég Hammerite málningu á vél með góðum árangri, bræddi allavega ekki foamið.
Mín skoðun er sú að þú ættir að geta notað hvað sem er á þetta. Þessa málaði ég með gulri Hammerite nýlega.
Re: Grunnur og málning fyrir foam flugvél.
Póstað: 3. Feb. 2024 23:49:06
eftir PKP
Sæll , já ok átti von á að bræða allt ef ekki væri allt rétt ,

núna fer maður í rannsóknar vinnu og prófar hitt og þetta ha ha
Þakka þér fyrir þessar uppl, Maggi
Kv
Pétur P.
Re: Grunnur og málning fyrir foam flugvél.
Póstað: 4. Feb. 2024 19:25:44
eftir maggikri
Flott. Eins og segir prófa sig áfram með prufufoam.
kv
MK