Síða 1 af 1

Hamranes - 10.apríl 2024

Póstað: 10. Apr. 2024 22:16:11
eftir lulli
Miðvikudagur á Hamranesi
Mættum fjórir, Guðjón Hannes Sverrir og sá er þetta skrifar.
Guðjón opnaði svæðið og var snöggur að skélla í loftið, Ég hinsvegar var í einhverjum æfingum með minn 100 kúbika Sukhoi það var smá tuð að ræsa eftir vetursetuna með tilheyrandi snaps og bakslagi í putta, en á endanum hrökk hann auðvitað í gang og gekk svo eins og klukka þar til flugið var hálfnað 🙈💥
Fuglarnir voru á góðri leið með að klára frauðið á startstöndunum svo ég gaf þeim nýtt ,það ver líka vængina svona í leiðinni þegar verið er að starta🤪