Síða 1 af 1

Arnarvöllur - 17.júní 2024

Póstað: 17. Jún. 2024 17:45:31
eftir Sverrir
Við nýttum þjóðhátíðardaginn vel og tókum nokkur flug í blíðunni. Gunni tók fyrstu lendingarnar á Cub, Futura kannaði loftið, Berti sýndi gamla takta á 2x2 Extra, Gústi var allur í hárblásurunum og Guðni rifjaði upp gamla takta á Fuglahundinum. Svo notuðum við tækifærið og færðum vindmælinn aftur í rétta stöðu en hann fór á flakk í voróveðrinu um daginn þannig að nú ættu að fara saman mynd og vindur.


Re: Arnarvöllur - 17.júní 2024

Póstað: 17. Jún. 2024 18:41:19
eftir Guðni
Þessi Þjóðhátíðardagur var nokkuð svalur....takk fyrir daginn...