Síða 1 af 1

Re: Hugmynd frá Airfield models

Póstað: 17. Sep. 2008 23:50:59
eftir Leifur
Ég á óþarflega stóra skólatöflu, svona tússtöflu úr stáli, og eftir að hafa heimsótt Airfield models þá vissi ég nákvæmlega til hvers hún var ætluð.

Hún er alveg frábær ofan á smíðaborðið mitt og svo bara að búa sér til margar sterkar segulþvíngur úr skápalásaseglum og ég er kominn með fullkomið vinnuborð og get smoðið eins og galinn

Meter sinnum einn og áttatíu COOOOOOOL

Kveðja
Leifur

Re: Hugmynd frá Airfield models

Póstað: 19. Sep. 2008 16:23:51
eftir Spitfire
Ég er einnig sjóðheitur fyrir því að útbúa svona græju, hvar er annars hægt að fá segla hér á skerinu?

Re: Hugmynd frá Airfield models

Póstað: 19. Sep. 2008 20:42:02
eftir Björn G Leifsson
[quote=Spitfire]Ég er einnig sjóðheitur fyrir því að útbúa svona græju, hvar er annars hægt að fá segla hér á skerinu?[/quote]
Svakasterkir og fínir seglar til í föndur/listmálunarbúðinni á skólavörðustíg. Þar eru til bæði plötur og ræmur af þessu mjúka brúna léttsegulmagnaða og svo sterku kringlóttu málmseglarnir í ýmsum stærðum og ágætu verði síðast þegar ég var þar. Man ekki hvað búðin heitir... Litir og Föndur kannski???


SVo er til þar alveg ljómandi franskir rennilásaborðar með svaðalegu lími. Alveg perfekt undir batteríin og fleira.

Eðalgræjur....

Spurning hvað svona er til í Skólavörubúðinni í Kópavogi. Ég gæti trúað að svonalagað vengist þar en hef ekki gáð sérstaklega.