Síða 1 af 1

Re: Jólagjöf sem ég mæli með

Póstað: 29. Des. 2008 16:54:42
eftir Gaui
Sælir félagar

Ég fékk jólagjafir þetta árið eins og þorri landsmanna. Ein þeirra kom mér pínulítið á óvart, en sonur minn gaf mér litla þvingu, sem kallast Mini E-Z Hold II (smá auð-hald II) sem ég hélt að væri eitthvað húmbúg. Við nánari skoðun kom í ljós að þetta er stórsniðug græja, nógu lítil til að fara næstum hvar sem er og afar (mér liggur við að segja Ömmur) fjölhæf.

Hér er mynd af henni:

Mynd

Litla lausa endann er hægt að taka af og þannig renna þvingunni inn í gengum göt sem hún færi annars ekki í gegnum, setja hana saman þar og festa það sem þarf að festa (búinn að prófa þetta nú þegar!)

Eins er hægt að setja lausa endann hinum megin og láta þvinguna þannig ýta út frekar en þrýsta saman.

Ég ætla að fá mér nokkrar svona í viðbót!

Hvað fenguð þið gagnlegt í jólagjöf? (Bara módeldót, takk!)

Re: Jólagjöf sem ég mæli með

Póstað: 29. Des. 2008 17:18:38
eftir Sverrir
Viltu ekki fræða okkur á því hvar svona kostagripur er verslaður :)

Fékk þessa fínu lóðstöð í jólagjöf og svo gaf ég sjálfum mér nokkrar spýtur og servó ;)

Re: Jólagjöf sem ég mæli með

Póstað: 29. Des. 2008 23:49:39
eftir einarak
Ég reyndi ítrekað að mæla með þvingu en það gekk ekki svo vel...

svo þetta er frekar jólagjöf til að mæla með:


Mynd



haha..... :(

Re: Jólagjöf sem ég mæli með

Póstað: 30. Des. 2008 11:59:41
eftir Björn G Leifsson
Hef átt tvær svona þvingur lengi og þær eru mjög góðar, léttar og fjölhæfar.

Hins vegar hef ég lengi verið að leita eftir svipuðum þvingum en með lööööngum kjöftum sem geta til dæmis náð niður í skrokkinn. Var að spá í að finna fleiri svona og hreinlega setja framlengingar á kjaftana.

Hei-jippí-jó
Gleðilegt framhald á jólunum.

Re: Jólagjöf sem ég mæli með

Póstað: 30. Des. 2008 17:48:15
eftir Gunni Binni
Gaui og Björn Geir!
Þið verðið að grafa fram upplýsingar um hvar svona þvingur fást. Þetta er greinilega snilldargræja.
áramótakveðja.
Gunni Binni

Re: Jólagjöf sem ég mæli með

Póstað: 31. Maí. 2009 23:50:26
eftir Guðjón
ég fékk mjög svipaðar þvingur í Múrbúðinni..... 2 í paka á 2.800.-