Síða 1 af 1

Re: Propp viðgerðir

Póstað: 4. Jan. 2009 20:50:38
eftir Messarinn
Á þessum kreppu tímum reyna menn að nýta skemmda proppa eins og hægt er.

Ég rak niður skrúfublaðið á Cardinal-inum mínum í frostinu um dagin og varð hann mislangur. Mér datt í hug að þið vilduð kannski sjá hvernig ég reddaði honum

Til að fá skrúfublaðið nákvæmlega jafn langt þá festi ég það niður á nokkrar spítur sem ég festi svo niður á borðið mitt og notaði 5000 króna smergelið mitt til að slípa af endunum. Sjá mynd. passa þarf að proppurinn sé skröllt frír og geti snúist liðugt í hringi svo bara fara varlega og taka lítið í einu af proppendunum með því að færa smergelið nær, og þannig fást propp blöðin nákvæmlega jafn löng.

Mynd




Eins og sjá má þá er skrúfan nánast í ballans á eftir og lítið þarf að pússa af skrúfu blað endunum til að fá hann í ballans

Mynd

Vona að þetta gagnist einhverjum

Kveðja Messarinn

Re: Propp viðgerðir

Póstað: 4. Jan. 2009 21:12:50
eftir Sverrir
Snilld... ég kem með alla mína skemmdu spaða til þín ;)

Re: Propp viðgerðir

Póstað: 4. Jan. 2009 23:34:05
eftir maggikri
[quote=Sverrir]Snilld... ég kem með alla mína skemmdu spaða til þín ;)[/quote]
Sverrir getur þú tekið mína með þér?
kv
MK

Re: Propp viðgerðir

Póstað: 4. Jan. 2009 23:54:42
eftir Sverrir
Ætli það væri ekki ódýrar fyrir okkur að kíkja í skúrinn til Gunna ;)

Re: Propp viðgerðir

Póstað: 7. Jan. 2009 17:10:47
eftir gudniv
Eða mín , er alveg að vakna eftir USA trip :)

Re: Propp viðgerðir

Póstað: 7. Jan. 2009 17:30:03
eftir Sverrir
Bíddu bara, ég á eftir að fjölmenna á nýja árinu ;)