Síða 1 af 1

Re: Ný gerð af rafhlöðum...

Póstað: 6. Feb. 2009 17:59:17
eftir Agust
Flestir vita hve Nikkel Metal Hydrid (NiMH) rafhlöðurnar halda illa hleðslu. Eftir aðeins fáeinar vikur hafa þær misst stóran hluta hleðslunnar, jafnvel þó þær séu geymdar ofan í skúffu.

Nikkel Cadmíum (NiCd) rafhlöður eru miklu betri hvað þetta varðar.

Áðan keypti ég hjá Íhlutum nýja gerð af hleðslurafhlöðum sem kallast GP ReCyko+

Þessar rafhlöður halda svo vel hleðslunni að þær koma hlaðnar. Þær eiga að halda 85% hleðslunnar eftir eitt ár. Þær eiga líka að virka betur en NiMH í frosti.

AA stærðin (R6) er með rýmdina 2200 mAH.

http://www.gprecyko.com


http://www.hardwarezone.com.my/news/vie ... index.html

Re: Ný gerð af rafhlöðum...

Póstað: 7. Feb. 2009 14:23:08
eftir Agust
Þessi sama gerð af rafhlöðum er líka til frá Sanyo og kallast þá Eneloop.

http://www.petertan.com/blog/tag/gp-recyko/










Datablað: http://www.eneloop.info/fileadmin/EDITO ... R-3UTG.pdf


Hefur einhver séð Eneloop í verslunum hér á landi?

Re: Ný gerð af rafhlöðum...

Póstað: 11. Feb. 2009 00:15:27
eftir Ingþór
veit einhver hvaða tækni er á bakvið þetta?

Re: Ný gerð af rafhlöðum...

Póstað: 11. Feb. 2009 12:33:16
eftir Agust
Ég veit ekki annað en þetta séu í grundavallaratriðum NiMH rafhlöður (sjá hér [url]http://www.eneloop.info/fileadmin/EDITO … R-3UTG.pdf[/url]. Það virðist þó vera töluverður munur miðað við þessar venjulegu NiMH varðandi eigin afhleðslu.

Sjá líka hér: http://www.eneloop.info/home/why-eneloo ... orums.html

Re: Ný gerð af rafhlöðum...

Póstað: 1. Jún. 2009 18:15:44
eftir Guðjón
[quote=Ingþór]veit einhver hvaða tækni er á bakvið þetta?[/quote]

Re: Ný gerð af rafhlöðum...

Póstað: 15. Ágú. 2009 06:17:50
eftir Agust
Ég rakst á þetta á spjallinu Ljósmyndakeppni.is:

"Sanyo Eneloop eða svipaðar gerðir af NiMH LSD (low self-discharge) rafhlöðum þola mun betur að standa en venjulegar NiMH rafhlöður. Mæli með þeim....Verslaði rétt áðan Sanyo Eneloop hleðslutæki með 4 AA batteríum og kostaði það nákvæmlega 3.598 kr í Bónus á Akranesi.... "


Ljósmyndarar nota margir AA rafhlöður í t.d. flassið, en hafa verið óhressir með venjulegar NiMh og Alkaline.

Þessar nýju eru miklu betri.


Ég hef í sumar mikið notað Recyko sem ég fékk í Íhlutum. Hef bæði notað það í Sony ferðaútvarpið og Canon handsjónaukann sem er með Image Stabilizer, en hann er mjög frekur á straum. Virkar þar mun betur en NiMh.