Síða 1 af 1

Re: Kríumót 2009

Póstað: 21. Apr. 2009 21:06:28
eftir gudjonh
Kríumótið, elsta mót sem haldið er á vegum Þyts er á dagskrá laugardaginn16/5 og sunnudagur til vara, ef útlit er fyrir "verulega" þáttöku. Undirbúningur er kominn í gang. Búið að kaupa nýjan rafgeymi í spilið. Spilið sést vel á mynd sem tekin var á Íslandsmóti í Gunnarsholti 2007. Stjórn Þyts kom myndalega að þessari "fjárfestingu". Meðal endingartími á rafgeymi er 5 ár. Takk!
Mynd
Undanfarin tvö ár hefur Kríumótið verið flugkoma. Þar á undan var þetta f3b mót,, en horfið frá því vegna lítillar þáttöku. Ætlum við að hafa þetta flugkomu í ár, eða f3b keppni (með íslenskum sér reglum)? Fer eftir því hort einhverjir sýni því áhuga að keppa og taka þátt sem starfsmenn.

Mynd
Kríumót, mynd tekin á Höskuldarvöllum fyri "nokkrum" árum.

Endilega láta vita ef áhugi er fyrir þáttöku.

Í nefndinni eru: Frímann, Guðjón og Hannes (í stafrófsröð).

Re: Kríumót 2009

Póstað: 21. Apr. 2009 21:35:08
eftir gudjonh
Seinni myndin átti að vera æfing fyrir Kríumót.

Re: Kríumót 2009

Póstað: 21. Apr. 2009 21:54:39
eftir Eysteinn
Ég vil endilega vera með, þetta er mjög skemmtilegt mót og alltof langt síðan ég hef verið með ykkur. Ég býð mig fram sem starfsmann.
Ég á Algebra 2,5 með RG14 væng sem er ekki keppnishæf þ.e.a.s. hefur ekki verið lokið við að smíða þó svo að ég sé búinn að eiga hana síðan 1991. Ég hlakka mikið til að vera þáttakandi þegar Algebran er klár.
Mæti örugglega líka á íslandsmótið og þá ætti ég að vera búinn að sjá ykkar tækni við svifflugið og því erfiður keppinautur á komandi árum ;)

Kær kveðja,
Eysteinn

Re: Kríumót 2009

Póstað: 22. Apr. 2009 00:14:22
eftir Sverrir
Nokkrar myndir frá Íslandsmótinu 2007. Fleiri myndir er hægt að sjá hér.

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd