Að búa til batteríspakka...

Eru ekki allir í stuði!?
Svara
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Að búa til batteríspakka...

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Sælir félagar.

Ég er að lóða saman 8 NiCd sellur í pakka. Af einhverjum ástæðum er talsvert mismunandi hleðslustig á þeim þó ég hafi keypt þær hjá Íhlutum í einum haug.
Nú á ég auðvitað að hlaða þær allar hverja fyrir sig þannig að þær séu sem jafnastar en ef ég á að hlaða þær varlega þá tekur það heila eilífð.

Er einhver önnur leið???
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Agust
Póstar: 2986
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Að búa til batteríspakka...

Póstur eftir Agust »

Ráðið er að hlaða þær seríutengdar í um 15 klst með straum sem er milliamperstundirnar deilt með 10.

Dæmi: Ef rafhlöðurnar eru 1200 mAh, þá er notaður u.þ.b. 120 mA straumur í 15 klst.

Ástæðan fyrir því að hlaðið er lengur en í 10 klst, sem virðist vera réttur tími skv. formúlunni, er að nýtnin við hleðslu er ekki 100%. Hluti af straumnum fer í hitamyndun.

Ef straumurinn er minni en 120 mA fyrir 1200 mAh rafhlöður, þá lengir maður einfaldlega tímann.

Það gerir rafhlöðunni ekkert mein að hlaða heldur lengur en fræðin segja til um, svo framarlega sem tíminn er ekki allt of langur, og að það sé ekki gert of oft, og ef hleðslustraumurinn er lítill.

Með svona hægri hleðslu í byrjun ná allar sellurnar að fullhlaðast. Það er slæmt að nota hraðhleðslutæki á rafhlöðupakka sem er með mishlöðnum sellum, því þá er ekki víst að hleðslutækið nái að skynja hvenær rafhlaðan er fullhlaðin.


Segjum að þú sért með 8 stk. 1200 mAh rafhlöður í seríu í rafhlöðupakkanum. Þú notar gamla hleðslutækið sem fylgdi sendinum, sem einmitt er með 8 sellum. Væntanlega gefur hleðslutækið aðeins frá sér um 500 mA. Þá þarf að lengja tímann um 1200/500 = 2,4. 2,5 x 15 = 36 tímar.
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Svara