Síða 1 af 2

Re: Íslandsmót í svifflugi 2009

Póstað: 26. Jún. 2009 11:08:01
eftir Böðvar
Minni á hið árlega Íslandsmót í svifflugi hangflug F3F og hástartflug F3B sem haldið verður núna um helgina laugardaginn 27 og sunnudaginn 28 júní. mæting kl. 10:00 á flugvellinum við Gunnarsholt.

Veðurspáin fyrir helgina er mjög góð. það stefnir í góða þáttöku og nokkrir ætla að taka með sér viðleguútbúnað.

Re: Íslandsmót í svifflugi 2009

Póstað: 26. Jún. 2009 13:49:25
eftir Böðvar
Muna eftir fyrir utann þetta venjulega:
Derhúfu, sólgleraugu, sólarvörn og léttum fatnaði.

Re: Íslandsmót í svifflugi 2009

Póstað: 26. Jún. 2009 14:50:24
eftir gudjonh
Bara að taka undir með Böðvari. Mæting kl 10:00 og hefst þá uppsettning á búnaði ef okkur finst komin niðurstaða hjá veðurguðunum í hver vindátt dagsins verður. Veit um all nokkra sem ætla að taka svefnpokann með. Það er stutt á Hellu ef bæta þarf við nestið. Verð reyndar með Hatinn en ekki derhúfu. Hatturinn er frá Nýja Sjálandi og er sérhannaður fyrir bæði sól og rigningu, sem er nó af á NZ.

Re: Íslandsmót í svifflugi 2009

Póstað: 26. Jún. 2009 14:54:18
eftir Sverrir
Hvet þá sem geta til að mæta á svæðið. :)

Re: Íslandsmót í svifflugi 2009

Póstað: 26. Jún. 2009 21:09:37
eftir Björn G Leifsson
Reikna með að kíkja dagpart. Er í "afplánun" í bústaðnum í Grímsnesi svo það er ekki svo langt að fara.

Re: Íslandsmót í svifflugi 2009

Póstað: 26. Jún. 2009 23:02:34
eftir Þórir T
Það er aldrei að vita nema maður fljúgi við..

Re: Íslandsmót í svifflugi 2009

Póstað: 27. Jún. 2009 21:47:35
eftir Böðvar
Úrslit í hástart mótinu sem haldið var í dag í Gunnarsholti liggja fyrir. Flogin voru rúmlega fimmtíu flug.
1. Böðvar 5679 stig
2. Guðjón 5547 stig
3. Jón V. 4835 stig
4. Frímann 4524 stig
5. Stefán 4418 stig
6. Fríman Örn 4201 stig

Re: Íslandsmót í svifflugi 2009

Póstað: 27. Jún. 2009 23:28:54
eftir Björn G Leifsson
Kom þarna seinni partinn og þá var keppnin búin og kominn tími til að taka saman. Mér lá svo á að prófa svifildið mitt að ég gleymdi að taka fram myndavélina.
Gaman að hitta þá félaga og sjá fullnægingarsælusvipina á þeim eftir frábæran dag.
Flaug minni amatörflugu nokkra hringi og náði meira að segja að finna smá-pínu uppstreymi. Þetta svifflug er verulega spennandi. Verst að hafa gelymt að afmynda heimsóknina.

Re: Íslandsmót í svifflugi 2009

Póstað: 28. Jún. 2009 21:17:45
eftir Eysteinn
Það var virkilega gaman að vera með ykkur og alveg ljóst að á næsta ári kem ég með Algebra sviffluguna mína.

Kveðja,
Eysteinn.

Re: Íslandsmót í svifflugi 2009

Póstað: 28. Jún. 2009 23:28:00
eftir Böðvar
Konan mín tók þessar myndir á keppnisstað Gunnarsholti.

Mynd
Mynd
Mynd
Mynd
Mynd
Mynd
Mynd
Mynd
Mynd

Kíkti á Hvolsfjallið á sunnudeginum. Búið er að gróðursetja trjám í brekkuna og að sjálfsögðu stækka þau með tímanum og ekki verður þess langt að bíða að þessi staður verði ónothæfur fyrir hangflugið.
Mynd

Takið eftir broskarlinum sem búið er að gróðursetja með trjám !!!
Mynd

Önnur brekka í Hvolsfjalli sem hugsanlega væri hægt að nota í hangflug í SV átt.
Mynd

Við þökkum mótstjórnendum og öllum öðrum sem á staðnum voru fyrir frábæran dag.