10.08.2009 - Melgerðismelar 2009 - Samantekt og myndir

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11648
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: 10.08.2009 - Melgerðismelar 2009 - Samantekt og myndir

Póstur eftir Sverrir »

Þá er flugkoman á Melgerðismelum að baki og fór hún vel fram í alla staði og án óhappa.

Frekar stífur vindur var á föstudaginn og ekki var mikið flogið en nokkrir ofurhugar tóku þó flug seinnipart dags og um kvöldið. Mætingin var fín en spurning hvort veðurspáin sem var ekkert alltof álitleg fyrir laugardaginn hafi haft áhrif. Svo rannlaugardagurinn upp bjartur og fagur og fyrstu menn voru komnir í loftið rétt fyrir kl.9 og svo var stanslaust flogið fram eftir degi.

Að venju voru þarna módel af öllum stærðum og gerðum og meðal annars var þrem þotum og einum túrbóprop flogið en óhætt er að segja að sjaldan hafi verið jafn mikið fjör í þotubransanum og um helgina. Gunni og MX2 tóku fínar rispur, Cardinal flugsveitin herjaði á Melana og næsta nágrenni, Guðjón sýndi loftfimleika á Pub og Jón tætti upp loftrýmið með Túrbó Raven svo stiklað sé á örfáu af því sem sást um helgina.

Vöfflurnar og kaffið klikkuðu ekki frekar en fyrri daginn og um kvöldið tók svo hið hefðbundna grill við og rann það ljúfenglega ofan í viðstadda sem skemmtu sér svo vel fram eftir kvöldi.

Sunnudagurinn rann svo upp með enn betra veðri og var mikið flogið fram eftir degi.

Módelmenn voru ánæðir með flugkomuna og þótti hún takast vel upp, það sást vel að sífellt fleiri og fleiri eru komnir á 2.4 Ghz og auðveldar það tíðnimál.

Um átján myndir frá flugkomunni skiluðu sér á myndastrauminn. Hægt er að sjá myndir frá helginni í myndasafni Fréttavefsins, bæði af módelum á jörðinni og svo á flugi og svo er hér ein panóramamynd af fluglínunni.
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11648
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: 10.08.2009 - Melgerðismelar 2009 - Samantekt og myndir

Póstur eftir Sverrir »

Flugmyndir fóru í smá hlé fram á kvöld.
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
maggikri
Póstar: 5994
Skráður: 2. Júl. 2005 01:26:30

Re: 10.08.2009 - Melgerðismelar 2009 - Samantekt og myndir

Póstur eftir maggikri »

Góðan dag. Þakka kærlega fyrir okkur norðanmenn. Gleymdist að þakka stjórn FMA fyrir flugkomuna. Er því komið til skila núna. Hérna koma siðan fullt af myndbandsskotum á Youtube og er hér það fyrsta og síðan raðast þau inn í rólegheitum. Þetta eru allt óklippt video beint af skepnunni.

kv
MK
Passamynd
maggikri
Póstar: 5994
Skráður: 2. Júl. 2005 01:26:30

Re: 10.08.2009 - Melgerðismelar 2009 - Samantekt og myndir

Póstur eftir maggikri »

Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11648
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: 10.08.2009 - Melgerðismelar 2009 - Samantekt og myndir

Póstur eftir Sverrir »

Úhhh, hreyfimyndir. :)
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Haraldur
Póstar: 1409
Skráður: 20. Maí. 2005 15:19:44

Re: 10.08.2009 - Melgerðismelar 2009 - Samantekt og myndir

Póstur eftir Haraldur »

Mynd
Allt í röð og reglu, vel pakkað!

Mynd
Koma svo, Melgerðismelar!

Mynd
Oooh, mig langar í svona.

Mynd
Má ég prófa, má ég prófa!

Mynd
Jæja, ætli þetta verði í lagi núna?

Mynd
Nei, sjáðu þessa. Noj, það er kall í þessari.
Sko, þetta er svona stríðsflugvél og hún fer allveg rosalega hratt.

Mynd
Hvað er svona spennandi?

Mynd
Flugtog gert klárt.

Mynd
Allir pinnar úti.

Mynd
Grillað á grillinu í þessum eðalvagni, sem sagan segir að Björgúlfur eldri hafi átt.


Takk fyrir mig Akureyringar, frábær helgi í frábærum félagskap ykkar norðanmanna.
Alltaf gaman að sækja ykkur heim.

Haraldur.
Passamynd
maggikri
Póstar: 5994
Skráður: 2. Júl. 2005 01:26:30

Re: 10.08.2009 - Melgerðismelar 2009 - Samantekt og myndir

Póstur eftir maggikri »











Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11648
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: 10.08.2009 - Melgerðismelar 2009 - Samantekt og myndir

Póstur eftir Sverrir »

Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11648
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: 10.08.2009 - Melgerðismelar 2009 - Samantekt og myndir

Póstur eftir Sverrir »

Myndir frá Einari Páli má sjá hér > http://myndir.frettavefur.net/thumbnails.php?album=150
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11648
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: 10.08.2009 - Melgerðismelar 2009 - Samantekt og myndir

Póstur eftir Sverrir »

Fleiri vídeó frá Magga.











Icelandic Volcano Yeti
Svara