Síða 1 af 1

Re: Verslað frá Horizon í gegnum Amazon

Póstað: 15. Sep. 2009 09:05:29
eftir INE
Var að versla Spectrum fjarstýringu á netinu og lenti í vandræðum með delivery adress og billing adress. Afhenta átti stýringuna á hótel í usa en kreditkortið mitt er aðsjálfssögðu skráð með adressu á Islandi. Byrjaði á Horizon og vann mig niður listann og lenti alltaf á samastað: Order Declined. Klukkann 2 í nótt þegar ég var að verða alveg vitlaus á þessu þá kom lausnin í hausinn á mér: Amazon.com, gekk eins og í sögu, enginn vandamál.

Hinsvegar var ég líka að panta vél á Towerhobbies og þar var þetta ekkert mál en þeir selja ekki Spektrum.

Vildi deila þessu, ef þið vissuð þetta þá takið þið vonandi viljann fyrir verkið.

Kveðja,

Ingólfur.

Re: Verslað frá Horizon í gegnum Amazon

Póstað: 15. Sep. 2009 09:38:00
eftir Sverrir
Horizon hefur tekið þann pól í hæðina að selja ekkert út fyrir Ameríku. Og þeirra skilgreining á út fyrir Ameríku er kreditkort skráð erlendis óháð afhendingarstað. Sendi einhvern tíma póst á þá en þeir vísa bara á módelbúðir í USA.

Þar mæli ég hiklaust með Bob's Hobby Center í Orlando.