[quote=Björn G Leifsson]Mér finnst þessar fræsivélar alveg heillandi maskínur, og hugsið ykkur hugvitið bakvið stýriforritin !!
En... ég var að velta einu fyrir mér sem Gummi getur ábyggilega svarað. Af hverju sér maður stundum allt löðrandi í kælivökva (er etta ekki kælivökvi?) og stundum ekki?[/quote]
Það er notaður kælivökvi og loftblástur þarna á myndbandinu. kælivökvin er blandaður 1 hluti vatnsblandanleg olía á móti 75 af vatni sem kælir vinnsluhlutin þegar mikil spóntaka er, sérstaklega í áli og plasti, svo er þessi mikli vatnsflaumur notaður til að skola burtu spóninn svo hann lendi ekki á milli fræsi tanna í vinnslu. svo er góð tæringarvörn í kælivökvanum þegar vatnið þornar og olíufilma liggur yfir öllu. Loftblástur er notaður þegar lítil spóntaka fer fram eins og í túrbinu hjólum þá er nóg að blása bara spóninum í burtu.
Hérna er fræsivélin sem ég er að vinna á, hún er 3 ása og kostaði 12 milljónir 2007
Það er hægt að fræsa 3D ef maður er með PC tölvu og forrit til að teikna flókna hluti í
hérna er vaqum mót sem ég smíðaði í fyrra fyrir mjólkur samlagið
